Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-24 | Haukar á toppinn Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 00:01 Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira