Whovians keyptu upp miða á tveimur tímum Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Gunnella Þorgeirsdóttir, þjóðfræðingur, er mikill aðdáandi Dr. Who þáttanna og hyggst mæta í búning í Bíó Paradís í kvöld. Hún segir mikla leynd ríkja yfir efni þáttarins. Aðsend MYND/Elena Þorbjörg Bjarnadóttir „Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira