The Simpsons biðja Judas Priest afsökunar Orri Freyr Rúnarsson skrifar 15. janúar 2014 11:41 Svona líta meðlimir Judas Priest út í The Simpsons FOX Aðstandendur Simpsons sjónvarpsþáttana hafa beðið hljómsveitina Judas Priest afsökunar á því að hafa talað um tónlist þeirra sem dauðarokk (e. Death Metal) í nýlegum þætti. Afsökunarbeiðninni komu þeir á framfæri með þeim hætti að láta Bart Simpson skrifa á töfluna frægu í upphafsatriði þáttana að Judas Priest spiluðu ekki dauðarokk. Í þættinum, sem ber nafnið „Steal This Episode“ kemur breska hljómsveitin Judas Priest við sögu þar sem að þeir eru fengnir til að spila lagið „Breaking The Law“ fyrir utan sænska sendirráðið til að lokka Homer Simpson út en hann hafði leitað skjóls undan lögreglunni í sendirráðinu. Aðdáendur Judas Priest hafa greinilega afar mikinn tíma en því miður er húmorinn hjá þeim af skornum skammti enda rigndi kvörtunum yfir aðstandendur The Simpsons eftir að persóna í þáttunum talaði um tónlist Judas Priest sem dauðarokk. Harmageddon Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Ný plata frá Diktu Harmageddon Kynþáttahatur nær nýjum hæðum í Ísrael Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Æstur öryrki kallaði þingmann Bjartrar Framtíðar nasista Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Gene Simmons segir rokkið dautt Harmageddon
Aðstandendur Simpsons sjónvarpsþáttana hafa beðið hljómsveitina Judas Priest afsökunar á því að hafa talað um tónlist þeirra sem dauðarokk (e. Death Metal) í nýlegum þætti. Afsökunarbeiðninni komu þeir á framfæri með þeim hætti að láta Bart Simpson skrifa á töfluna frægu í upphafsatriði þáttana að Judas Priest spiluðu ekki dauðarokk. Í þættinum, sem ber nafnið „Steal This Episode“ kemur breska hljómsveitin Judas Priest við sögu þar sem að þeir eru fengnir til að spila lagið „Breaking The Law“ fyrir utan sænska sendirráðið til að lokka Homer Simpson út en hann hafði leitað skjóls undan lögreglunni í sendirráðinu. Aðdáendur Judas Priest hafa greinilega afar mikinn tíma en því miður er húmorinn hjá þeim af skornum skammti enda rigndi kvörtunum yfir aðstandendur The Simpsons eftir að persóna í þáttunum talaði um tónlist Judas Priest sem dauðarokk.
Harmageddon Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Ný plata frá Diktu Harmageddon Kynþáttahatur nær nýjum hæðum í Ísrael Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Æstur öryrki kallaði þingmann Bjartrar Framtíðar nasista Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Gene Simmons segir rokkið dautt Harmageddon