John Paul Jones úr Led Zeppelin stofnar nýja sveit 15. janúar 2014 13:00 Hér er John Paul Jones ásamt félögum sínum úr Led Zeppelin, Robert Plant og Jimmy Page. Nordicphotos/Getty John Paul Jones sem er best þekktur sem bassaleikari Led Zeppelin hefur stofnað nýja hljómsveit sem hann kýs að kalla Minibus Pimps. Hana stofnaði hann ásamt norska tónlistarmanninum Helge Sten, sem er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Deathprod. Nafn sveitarinnar er dregið úr lagi sveitarinnar Beijing Sound Unit en þeir félagar fundu það á plötunni The Sonic Avant Garde, sem inniheldur kínverska tilraunatónlist. Þeir stefna á að gefa út sína fyrstu plötu, Close to Ground þann 3. mars næstkomandi. Um er að ræða þunga raftónlist sem ætti að koma mörgum hlustandanum á óvart. Jones var síðast í miklu sviðsljósi þegar hann lék með ofurhljómsveitinni Them Crooked Vultures sem skipuð var ásamt Jones, þeim Dave Grohl úr Foo Fighters og Nirvana, og Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
John Paul Jones sem er best þekktur sem bassaleikari Led Zeppelin hefur stofnað nýja hljómsveit sem hann kýs að kalla Minibus Pimps. Hana stofnaði hann ásamt norska tónlistarmanninum Helge Sten, sem er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Deathprod. Nafn sveitarinnar er dregið úr lagi sveitarinnar Beijing Sound Unit en þeir félagar fundu það á plötunni The Sonic Avant Garde, sem inniheldur kínverska tilraunatónlist. Þeir stefna á að gefa út sína fyrstu plötu, Close to Ground þann 3. mars næstkomandi. Um er að ræða þunga raftónlist sem ætti að koma mörgum hlustandanum á óvart. Jones var síðast í miklu sviðsljósi þegar hann lék með ofurhljómsveitinni Them Crooked Vultures sem skipuð var ásamt Jones, þeim Dave Grohl úr Foo Fighters og Nirvana, og Josh Homme úr Queens of the Stone Age.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira