Buick aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 08:45 Buick Encore. Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%. Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent
Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%.
Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent