Risastökk og tvö "backflip“ Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 13:10 Ökumaður þessa „Monster“-jeppa hefur greinilega gaman af að skemmta áhorfendum en það gerði hann örugglega í Monster Jam Freestyle keppni sem haldin var í Las Vegas um helgina. Hann byrjar á einu hæsta stökki sem sést hefur á slíkum bílum, en það er bara byrjunin á ógnarakstri hans. Eftirá sagði ökumaður jeppans að hann hafi einfaldlega ekið eins og vitleysingur og látið allt vaða. Meðal annars fer hann tvö heljarstökk afturábak með því að aka að brattri hindrun og gefa í. Við það snýst bíllinn í heilhring og endar á hjólunum. Virkilega vel gert og sjaldséð. Ökuferðin endar reyndar ekki vel, eða á hvolfi og gat vart endað öðruvísi. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Ökumaður þessa „Monster“-jeppa hefur greinilega gaman af að skemmta áhorfendum en það gerði hann örugglega í Monster Jam Freestyle keppni sem haldin var í Las Vegas um helgina. Hann byrjar á einu hæsta stökki sem sést hefur á slíkum bílum, en það er bara byrjunin á ógnarakstri hans. Eftirá sagði ökumaður jeppans að hann hafi einfaldlega ekið eins og vitleysingur og látið allt vaða. Meðal annars fer hann tvö heljarstökk afturábak með því að aka að brattri hindrun og gefa í. Við það snýst bíllinn í heilhring og endar á hjólunum. Virkilega vel gert og sjaldséð. Ökuferðin endar reyndar ekki vel, eða á hvolfi og gat vart endað öðruvísi.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent