Er þetta frétt? Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. október 2014 07:00 Nei. Nú get ég get ekki orða bundist. Á daglegum netrúnti mínum rakst ég á fyrirsögn sem var svo ómerkileg, svo stútfull af gildishlöðnu kjaftæði, svo illa skrifuð og vanhugsuð að ég smellti umsvifalaust á hana. Skiljanlega varð ég að kanna hvað bjó að baki til að staðfesta annars óyggjandi grunsemdir mínar um að ómerkilegt froðusnakk bjó að baki. Að sjálfsögðu reyndist grunur minn á rökum reistur: Fréttin, ef frétt skyldi kalla, var svo langt út fyrir mitt persónulega áhugasvið að ég gæti ælt. Sem ég reyndar gerði. Viðmælendurnir voru ómerkilegt pakk, umfjöllunarefnið kom hvorki mér né öðrum við og til að kóróna ömurleg vinnubrögð blaðamannsins, sem er örugglega tíu ára, þá tók ég eftir innsláttarvillu. Heimur versnandi fer. Það er af sem áður var í þá gömlu góðu daga þegar heimurinn var fullkominn. Ég greip til minna ráða og kom óánægju minni skilmerkilega á framfæri með frumleika og hárbeittan odd gagnrýninnar hugsunar að vopni. Í athugasemd undir fréttinni spurði ég: „Er þetta frétt?“ Spurning sem er betur þekkt sem hælkrókur netheima. Þegar ég hafði birt ummælin heyrði ég nánast í blaðabarninu leggja niður vopn. Hvernig ætlaði það annars að svara þessu? Ég meina, „fréttin“ kom mér ekki við, mér fannst hún leiðinleg og ómerkileg – hvers vegna í ósköpunum var hún birt? Eflaust til að þjóna annarlegum hagsmunum, sem ég tiltók reyndar í 3.000 orða athugasemd fyrir neðan þá fyrstu. Ég sýndi þessu liði í tvo heimana og sá fyrir mér hvernig fastagestir athugasemdakerfisins hylltu mig með sýndartolleringu. Blaðamennska snýst nefnilega ekki um að birta fréttir af fjölbreyttum málefnum líðandi stundar. Blaðamennska snýst um að birta fréttir sem rúmast innan ramma réttlætiskenndar minnar. Blaðamenn eiga bara að birta fréttir sem skipta mig máli. Og fjalla um stjórnmál. Ekkert annað á erindi í fréttir enda er allt annað ómerkilegt kjaftæði sem kemur engum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun
Nei. Nú get ég get ekki orða bundist. Á daglegum netrúnti mínum rakst ég á fyrirsögn sem var svo ómerkileg, svo stútfull af gildishlöðnu kjaftæði, svo illa skrifuð og vanhugsuð að ég smellti umsvifalaust á hana. Skiljanlega varð ég að kanna hvað bjó að baki til að staðfesta annars óyggjandi grunsemdir mínar um að ómerkilegt froðusnakk bjó að baki. Að sjálfsögðu reyndist grunur minn á rökum reistur: Fréttin, ef frétt skyldi kalla, var svo langt út fyrir mitt persónulega áhugasvið að ég gæti ælt. Sem ég reyndar gerði. Viðmælendurnir voru ómerkilegt pakk, umfjöllunarefnið kom hvorki mér né öðrum við og til að kóróna ömurleg vinnubrögð blaðamannsins, sem er örugglega tíu ára, þá tók ég eftir innsláttarvillu. Heimur versnandi fer. Það er af sem áður var í þá gömlu góðu daga þegar heimurinn var fullkominn. Ég greip til minna ráða og kom óánægju minni skilmerkilega á framfæri með frumleika og hárbeittan odd gagnrýninnar hugsunar að vopni. Í athugasemd undir fréttinni spurði ég: „Er þetta frétt?“ Spurning sem er betur þekkt sem hælkrókur netheima. Þegar ég hafði birt ummælin heyrði ég nánast í blaðabarninu leggja niður vopn. Hvernig ætlaði það annars að svara þessu? Ég meina, „fréttin“ kom mér ekki við, mér fannst hún leiðinleg og ómerkileg – hvers vegna í ósköpunum var hún birt? Eflaust til að þjóna annarlegum hagsmunum, sem ég tiltók reyndar í 3.000 orða athugasemd fyrir neðan þá fyrstu. Ég sýndi þessu liði í tvo heimana og sá fyrir mér hvernig fastagestir athugasemdakerfisins hylltu mig með sýndartolleringu. Blaðamennska snýst nefnilega ekki um að birta fréttir af fjölbreyttum málefnum líðandi stundar. Blaðamennska snýst um að birta fréttir sem rúmast innan ramma réttlætiskenndar minnar. Blaðamenn eiga bara að birta fréttir sem skipta mig máli. Og fjalla um stjórnmál. Ekkert annað á erindi í fréttir enda er allt annað ómerkilegt kjaftæði sem kemur engum við.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun