Ekki rétt að engin endurmenntun sé í gangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:00 Tinna Helgadóttir gagnrýndi uppeldisstarfið. Vísir/Daníel „Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir. Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Sjá meira
„Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir.
Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Sjá meira
Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti