Valsmenn sigruðust á heiðinni en misstu annað stigið til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2014 21:12 Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri. Vísir/Daníel Eftir endalausar frestanir vegna veðurs fór leikur Akureyrar og Vals í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta loksins fram í kvöld. Valsarar voru lengi á leiðinni norður en þeir stoppuðu m.a. í Varmahlíð í dag þar sem Öxnadalsheiðin var ófær. Hana tókst þó að opna með herkjum og komst Valsliðið á endanum til Akureyrar. Þessi ævintýraferð endaði svo með æsispennandi leik gegn Akureyri en liðin skildu jöfn eftir magnaðar lokamínútur, 24-24. Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og var einnig yfir, 17-16, eftir sex mínútur í seinni hálfleik. En Valsmenn skoruðu þá sex mörk gegn einu og komust yfir, 22-18, þegar níu mínútur voru eftir. Akureyri náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 24-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valsmenn enn með pálmann í höndunum. En Sigþór Heimisson reyndist hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði leikinn, 24-24, og tryggði sínum mönnum mikilvægt stig.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með sex mörk en Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og GeirGuðmundsson sjö á sínum gamla heimavelli. Valur er í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Akureyri er með 13 stig í sjöunda sæti og stefnir í að liðið spili umspilssleiki við lið úr 1. deild um áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6/1, Kristján Orri Jóhannsson 5, Sigþór Heimisson 4, Valþór Guðrúnarson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2, Daníel Matthíasson 1.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 8/2, Geir Guðmundsson 7, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Hlynur Morthens 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Vignir Stefánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is. Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Eftir endalausar frestanir vegna veðurs fór leikur Akureyrar og Vals í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta loksins fram í kvöld. Valsarar voru lengi á leiðinni norður en þeir stoppuðu m.a. í Varmahlíð í dag þar sem Öxnadalsheiðin var ófær. Hana tókst þó að opna með herkjum og komst Valsliðið á endanum til Akureyrar. Þessi ævintýraferð endaði svo með æsispennandi leik gegn Akureyri en liðin skildu jöfn eftir magnaðar lokamínútur, 24-24. Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og var einnig yfir, 17-16, eftir sex mínútur í seinni hálfleik. En Valsmenn skoruðu þá sex mörk gegn einu og komust yfir, 22-18, þegar níu mínútur voru eftir. Akureyri náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 24-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valsmenn enn með pálmann í höndunum. En Sigþór Heimisson reyndist hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði leikinn, 24-24, og tryggði sínum mönnum mikilvægt stig.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með sex mörk en Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og GeirGuðmundsson sjö á sínum gamla heimavelli. Valur er í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Akureyri er með 13 stig í sjöunda sæti og stefnir í að liðið spili umspilssleiki við lið úr 1. deild um áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6/1, Kristján Orri Jóhannsson 5, Sigþór Heimisson 4, Valþór Guðrúnarson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2, Daníel Matthíasson 1.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 8/2, Geir Guðmundsson 7, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Hlynur Morthens 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Vignir Stefánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is.
Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira