Stjarnan er aðeins einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum eftir að liðið lagði Þór/KA fyrir norðan í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Stjarnan er með sex stiga forskot á Breiðablik þegar tvær umferðir eru eftir og getur tryggt sér titilinn formlega er Afturelding kemur í heimsókn 22. september.
Breiðablik vann einmitt sannfærandi sigur á Aftureldingu í kvöld og heldur því í veika von um að hampa titlinum.
Úrslit:
Selfoss-Fylkir 4-0
Kristrún Antonsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir 2.
Valur-FH 2-3
Elín Metta Jensen, Hildur Antonsdóttir - Ana Victoria Cate, Sandra Sif Magnúsdóttir, Elva Björk Ástþórsdóttir.
Afturelding-Breiðablik 3-4
Helen Lynskey 3 - Telma Hjaltalín Þrastardóttir 3, Fanndís Friðriksdóttir.
Þór/KA-Stjarnan 0-2
- Elva Friðjónsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir.
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
Stjarnan með níu fingur á Íslandsbikarnum
