Tvö kísilver að komast í höfn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2014 20:00 Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45