Hvar eru aukaleikararnir úr Friends í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:51 Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Þættirnir eiga dyggan aðdáendahóp og eru þeir margir sem skella Friends-þætti í tækið við og við til að stytta sér stundir. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?Eddie Menuek - leikinn af Adam Goldberg Hver getur gleymt klikkaða herbergisfélaganum sem Chandler fékk sér þegar Joey flutti í nýrri og flottari íbúð? Eddie er einn af eftirminnilegustu karakterunum í Friends en þegar Adam var búinn að leika hann í þremur þáttum árið 1996 var Friends-tímabilinu hans lokið. Eftir það varð hann talsvert vinsæll í bransanum og lék í kvikmyndinni Saving Private Ryan árið 1998 og nokkrum þáttum af Entourage árið 2007. Á þessu ári lék hann morðingjann Mr. Numbers í þáttunum Fargo. Svo kemur það kannski einhverjum á óvart að Adam Goldberg lék í níu þáttum af Joey sem fjallaði um Joey Tribbiani, einn af vinunum í Friends. Í Joey lék Adam þó allt annan karakter.Elizabeth Stevens - leikin af Alexandra Holden Þegar Ross byrjaði með Elizabeth gerðu vinirnir óspart grín að honum vegna þess að Elizabeth var talsvert yngri en hann. Ross þurfti einnig að kljást við föður hennar Paul sem leikinn var af Bruce Willis. Eftir að Ross og Elizabeth hættu saman lék Alexandra Holden til að mynda í Friday Night Lights og Rizzoli & Isles. Árið 2005 lék hún Sophie í endurgerðinni af Peep Show á móti Big Bang Theory-stjörnunni Johnny Galecki.Joshua Burgin - leikinn af Tate Donovan Josh...U-A!! var myndarlegur maður sem verslaði hjá Rachel og síðan urðu þau ástfangin - í afar stuttan tíma. Tate Donovan varð fastagestur á sjónvarpsskjám um heim allan eftir að veru hans í Friends lauk. Hann leikur í Óskarsverðlaunamyndinni Argo en meðal sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru The O.C., Damages og 24.Julie - leikin af Lauren Tom Julie lék kærustu Ross í seríu 2 af Friends, Rachel til mikils ama. Lauren hefur komið víða við í sjónvarpi og muna sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir henni sem Lindu í Supernatural. Hún er þó örugglega þekktust fyrir að ljá Amy Wong rödd sína í teiknuðu sjónvarpsseríunni Futurama.Kathy - leikin af Paget Brewster Kathy fór frá Joey til að vera með Chandler og olli honum síðan gífurlegri ástarsorg. Árið 2006 landaði Paget Brewster hlutverki í glæpaþáttunum Criminal Minds og lék í 126 þáttum sem Emily Prentiss. Mark Robinson - leikinn af Steven Eckholdt Rachel byrjaði að vinna hjá Bloomingdales með Mark og Ross varð æfur af afbrýðisemi. Mark birtist síðan aftur í síðustu seríunni af Friends en Steven Eckholdt hefur haft nóg að gera í sjónvarpsbransanum. Hann lék Doug Westin í The West Wing á árunum 2003 til 2006 og fór einnig með hlutverk í The L Word, Castle og Bones.Susan Bunch - leikin af Jessicu Hecht Susan lék eiginkonu Carol sem var fyrrverandi eiginkona Ross. Hún átti frábær móment enda var alls ekki hlýtt á milli hennar og Ross. Hún lék í fjölmörgum þáttum af Friends en eftir það muna eflaust margir eftir henni sem fyrrverandi eiginkonu Paul Giamatti í Óskarsverðlaunamyndinni Sideways frá árinu 2004. Þá lék hún einnig fyrrverandi ástkonu Walter White í fimm þáttum af verðlaunaþáttunum Breaking Bad.Tag Jones - leikinn af Eddie Cahill Rachel og Tag urðu ofsalega skotin í hvort öðru í nokkrum þáttum á árunum 2000 til 2001. Eftir það lék Eddie Cahill í 197 þáttum af CSI: NY og leikur núna í þáttunum Under the Dome. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Þættirnir eiga dyggan aðdáendahóp og eru þeir margir sem skella Friends-þætti í tækið við og við til að stytta sér stundir. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?Eddie Menuek - leikinn af Adam Goldberg Hver getur gleymt klikkaða herbergisfélaganum sem Chandler fékk sér þegar Joey flutti í nýrri og flottari íbúð? Eddie er einn af eftirminnilegustu karakterunum í Friends en þegar Adam var búinn að leika hann í þremur þáttum árið 1996 var Friends-tímabilinu hans lokið. Eftir það varð hann talsvert vinsæll í bransanum og lék í kvikmyndinni Saving Private Ryan árið 1998 og nokkrum þáttum af Entourage árið 2007. Á þessu ári lék hann morðingjann Mr. Numbers í þáttunum Fargo. Svo kemur það kannski einhverjum á óvart að Adam Goldberg lék í níu þáttum af Joey sem fjallaði um Joey Tribbiani, einn af vinunum í Friends. Í Joey lék Adam þó allt annan karakter.Elizabeth Stevens - leikin af Alexandra Holden Þegar Ross byrjaði með Elizabeth gerðu vinirnir óspart grín að honum vegna þess að Elizabeth var talsvert yngri en hann. Ross þurfti einnig að kljást við föður hennar Paul sem leikinn var af Bruce Willis. Eftir að Ross og Elizabeth hættu saman lék Alexandra Holden til að mynda í Friday Night Lights og Rizzoli & Isles. Árið 2005 lék hún Sophie í endurgerðinni af Peep Show á móti Big Bang Theory-stjörnunni Johnny Galecki.Joshua Burgin - leikinn af Tate Donovan Josh...U-A!! var myndarlegur maður sem verslaði hjá Rachel og síðan urðu þau ástfangin - í afar stuttan tíma. Tate Donovan varð fastagestur á sjónvarpsskjám um heim allan eftir að veru hans í Friends lauk. Hann leikur í Óskarsverðlaunamyndinni Argo en meðal sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru The O.C., Damages og 24.Julie - leikin af Lauren Tom Julie lék kærustu Ross í seríu 2 af Friends, Rachel til mikils ama. Lauren hefur komið víða við í sjónvarpi og muna sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir henni sem Lindu í Supernatural. Hún er þó örugglega þekktust fyrir að ljá Amy Wong rödd sína í teiknuðu sjónvarpsseríunni Futurama.Kathy - leikin af Paget Brewster Kathy fór frá Joey til að vera með Chandler og olli honum síðan gífurlegri ástarsorg. Árið 2006 landaði Paget Brewster hlutverki í glæpaþáttunum Criminal Minds og lék í 126 þáttum sem Emily Prentiss. Mark Robinson - leikinn af Steven Eckholdt Rachel byrjaði að vinna hjá Bloomingdales með Mark og Ross varð æfur af afbrýðisemi. Mark birtist síðan aftur í síðustu seríunni af Friends en Steven Eckholdt hefur haft nóg að gera í sjónvarpsbransanum. Hann lék Doug Westin í The West Wing á árunum 2003 til 2006 og fór einnig með hlutverk í The L Word, Castle og Bones.Susan Bunch - leikin af Jessicu Hecht Susan lék eiginkonu Carol sem var fyrrverandi eiginkona Ross. Hún átti frábær móment enda var alls ekki hlýtt á milli hennar og Ross. Hún lék í fjölmörgum þáttum af Friends en eftir það muna eflaust margir eftir henni sem fyrrverandi eiginkonu Paul Giamatti í Óskarsverðlaunamyndinni Sideways frá árinu 2004. Þá lék hún einnig fyrrverandi ástkonu Walter White í fimm þáttum af verðlaunaþáttunum Breaking Bad.Tag Jones - leikinn af Eddie Cahill Rachel og Tag urðu ofsalega skotin í hvort öðru í nokkrum þáttum á árunum 2000 til 2001. Eftir það lék Eddie Cahill í 197 þáttum af CSI: NY og leikur núna í þáttunum Under the Dome.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira