Stíll á lögreglunni á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:06 Rennilegur nýjasti lögreglubíll ítölsku lögreglunnar. Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent