Píratar bjóða fram í Reykjavík Andri Þór Sturluson skrifar 6. janúar 2014 09:07 Þórlaug Ágústsdóttir mætti í Harmageddon í morgun og ræddi um Pírata og væntanlegt framboð þeirra í Reykjavík. Sagði hún Besta flokkinn og nú Bjarta framtíð hafa tekið upp mörg mál Pírata og skaut aðeins á Bjarta framtíð og stefnuleysi hans. Sagði Þórlaug Bjarta framtíð ekki vera flokk í sama skilningi og Pírata, gagnrýndi hvernig ákvarðanir eru teknar þar og kallaði Bjarta framtíð kjarnaflokk. Kjarnaflokkur er þá flokkur þar sem ákveðinn kjarni tekur ákvarðanirnar og hinn almenni kjósandi flokksins á erfitt með að hafa þar áhrif þar sem flokkstarfi er ábótavant. Sagði hún í gamansömum tón að Píratar þurfi að klást við ýmis leiðindi eins og lýðræði sem kjarnaflokkur forðast. Sagði Þórlaug alla flokksmenn Pírata geta kosið um mál, tekið virkan þátt og haft áhrif innan hreyfingarinnar. Sagði hún Pírata óhrædda við að leyfa fólki að taka þátt. - Annað en sumir. Aðspurð út í Pírata sem voru í framboði fyrir seinustu alþingiskosningar og höfðu "skitið í ræpu" á netinu nokkrum árum áður sagðist Þórlaug ætla að gúgla frambjóðendur héðan af. Það að einhver hafi látið eins og hálfviti á netinu fyrir fimm árum og ekki séð fyrir að hann ætli í framboð telur hún ekki skipta miklu máli. Rétturinn til að gera mistök er einnig grunnmannréttindi manna. Einnig kom fram í þættinum að Píratar líta á eiturlyfjavandan sem heilbrigðisvanda. Vilja þeir skoða reynslu annara landa t.d Sviss og skoða gögn. „Ekki hvað mér finnst heldur horfa á gögn" eins og Þórlaug orðaði skemmtilega. Þórlaug sagði flokka sem ekki setja niður heildstæða hugmyndafræði geta sveiflast í vindinum eftir almenningsáliti og svona spilað eftir eyranu og gagnrýndi það hjá Bjartri framtíð. Líklegt er að Píratar verði með prófkjör í febrúar fyrir borgarstjórnarkosningarnar þar sem allir flokksmenn geta tekið þátt. Fyrirkomulagið er 10 daga kosning á netinu. Meðlimir Pírata eru ekki endilega þekkt nöfn heldur fólk sem legið hefur í pólitískum dvala vegna þess að gömlu flokkarnir höfðuðu ekki til þeirra. Sagði Þórlaug Pírata vera komna til að vera og hafa sýnt það með festu sinni og vinnubrögðum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon
Þórlaug Ágústsdóttir mætti í Harmageddon í morgun og ræddi um Pírata og væntanlegt framboð þeirra í Reykjavík. Sagði hún Besta flokkinn og nú Bjarta framtíð hafa tekið upp mörg mál Pírata og skaut aðeins á Bjarta framtíð og stefnuleysi hans. Sagði Þórlaug Bjarta framtíð ekki vera flokk í sama skilningi og Pírata, gagnrýndi hvernig ákvarðanir eru teknar þar og kallaði Bjarta framtíð kjarnaflokk. Kjarnaflokkur er þá flokkur þar sem ákveðinn kjarni tekur ákvarðanirnar og hinn almenni kjósandi flokksins á erfitt með að hafa þar áhrif þar sem flokkstarfi er ábótavant. Sagði hún í gamansömum tón að Píratar þurfi að klást við ýmis leiðindi eins og lýðræði sem kjarnaflokkur forðast. Sagði Þórlaug alla flokksmenn Pírata geta kosið um mál, tekið virkan þátt og haft áhrif innan hreyfingarinnar. Sagði hún Pírata óhrædda við að leyfa fólki að taka þátt. - Annað en sumir. Aðspurð út í Pírata sem voru í framboði fyrir seinustu alþingiskosningar og höfðu "skitið í ræpu" á netinu nokkrum árum áður sagðist Þórlaug ætla að gúgla frambjóðendur héðan af. Það að einhver hafi látið eins og hálfviti á netinu fyrir fimm árum og ekki séð fyrir að hann ætli í framboð telur hún ekki skipta miklu máli. Rétturinn til að gera mistök er einnig grunnmannréttindi manna. Einnig kom fram í þættinum að Píratar líta á eiturlyfjavandan sem heilbrigðisvanda. Vilja þeir skoða reynslu annara landa t.d Sviss og skoða gögn. „Ekki hvað mér finnst heldur horfa á gögn" eins og Þórlaug orðaði skemmtilega. Þórlaug sagði flokka sem ekki setja niður heildstæða hugmyndafræði geta sveiflast í vindinum eftir almenningsáliti og svona spilað eftir eyranu og gagnrýndi það hjá Bjartri framtíð. Líklegt er að Píratar verði með prófkjör í febrúar fyrir borgarstjórnarkosningarnar þar sem allir flokksmenn geta tekið þátt. Fyrirkomulagið er 10 daga kosning á netinu. Meðlimir Pírata eru ekki endilega þekkt nöfn heldur fólk sem legið hefur í pólitískum dvala vegna þess að gömlu flokkarnir höfðuðu ekki til þeirra. Sagði Þórlaug Pírata vera komna til að vera og hafa sýnt það með festu sinni og vinnubrögðum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon