Nýjasta tækni og vísindi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. janúar 2014 07:00 Þegar ég hugsa um barnæsku mína er hún meira og minna í svarthvítu. Bæði er mjög langt síðan hún var (allt sem gerðist fyrir löngu síðan var svarthvítt) og svo var ekki keypt litasjónvarp á mínu heimili fyrr en upp úr 1990. Eðlilega hafði ég því minni áhuga á sjónvarpinu en jafnaldrar mínir. Ég lék mér með skeljar og bein, smíðaði kassabíla og hljóp upp og niður Bakarabrekku með gjörðina mína á meðan augu innipúkanna vina minna urðu að kössum. Mér þótti það aldrei neitt tiltökumál að vera mörgum árum á eftir öðrum í tækninni. Notkun þeirra „nýjunga“ sem ég þó hef tileinkað mér hefur undantekningarlaust komið til vegna inngripa vina og vandamanna. Í árslok 2006 gaf vinkona mín mér Nokia-símann sem ég notaði þar til nú fyrir helgi. Vorið 2007 fékk vinur minn nóg og gaf mér mína fyrstu tölvu. Og síðasta föstudag seldi vinnufélagi minn mér gamla snjallsímann sinn fyrir slikk. Honum blöskraði samanlímda hryggðarmyndin sem gamli síminn minn var orðinn. En svona var ég alinn upp. Hluti skal nota þar til þeir verða ónýtir. Annað er peningaeyðsla og hégómi. Kannski misminnir mig. Þetta er allavega mantran sem ég hef þulið til að afsaka frumstæðan lífsstíl minn. Hamingjan er ekki fólgin í því að sanka að sér dauðum hlutum. Jé ræt. Á þremur dögum er nýi síminn orðinn minn besti vinur. Ég er kominn með Instagram, Twitter, Vine, allt heila klabbið. Að vísu bólar lítið á því ógrynni Snapchat-túttumyndbanda sem kunningjakonur lofuðu mér í von um að lokka mig inn í nútímann, en að öðru leyti er ég mjög ánægður með apparatið. Og núna er ég kominn á bragðið. Mig langar að kaupa öll þau tæki og tól sem ég áður fussaði yfir. Ég mun ekki unna mér hvíldar fyrr en ég er búinn að fjárfesta í spjaldtölvu og þrívíddarsjónvarpi, og ég tel niður dagana þar til Google Glass fer í almenna sölu. Ég hef verið hnepptur í þrældóm tækninnar og það verður ekki aftursnúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Þegar ég hugsa um barnæsku mína er hún meira og minna í svarthvítu. Bæði er mjög langt síðan hún var (allt sem gerðist fyrir löngu síðan var svarthvítt) og svo var ekki keypt litasjónvarp á mínu heimili fyrr en upp úr 1990. Eðlilega hafði ég því minni áhuga á sjónvarpinu en jafnaldrar mínir. Ég lék mér með skeljar og bein, smíðaði kassabíla og hljóp upp og niður Bakarabrekku með gjörðina mína á meðan augu innipúkanna vina minna urðu að kössum. Mér þótti það aldrei neitt tiltökumál að vera mörgum árum á eftir öðrum í tækninni. Notkun þeirra „nýjunga“ sem ég þó hef tileinkað mér hefur undantekningarlaust komið til vegna inngripa vina og vandamanna. Í árslok 2006 gaf vinkona mín mér Nokia-símann sem ég notaði þar til nú fyrir helgi. Vorið 2007 fékk vinur minn nóg og gaf mér mína fyrstu tölvu. Og síðasta föstudag seldi vinnufélagi minn mér gamla snjallsímann sinn fyrir slikk. Honum blöskraði samanlímda hryggðarmyndin sem gamli síminn minn var orðinn. En svona var ég alinn upp. Hluti skal nota þar til þeir verða ónýtir. Annað er peningaeyðsla og hégómi. Kannski misminnir mig. Þetta er allavega mantran sem ég hef þulið til að afsaka frumstæðan lífsstíl minn. Hamingjan er ekki fólgin í því að sanka að sér dauðum hlutum. Jé ræt. Á þremur dögum er nýi síminn orðinn minn besti vinur. Ég er kominn með Instagram, Twitter, Vine, allt heila klabbið. Að vísu bólar lítið á því ógrynni Snapchat-túttumyndbanda sem kunningjakonur lofuðu mér í von um að lokka mig inn í nútímann, en að öðru leyti er ég mjög ánægður með apparatið. Og núna er ég kominn á bragðið. Mig langar að kaupa öll þau tæki og tól sem ég áður fussaði yfir. Ég mun ekki unna mér hvíldar fyrr en ég er búinn að fjárfesta í spjaldtölvu og þrívíddarsjónvarpi, og ég tel niður dagana þar til Google Glass fer í almenna sölu. Ég hef verið hnepptur í þrældóm tækninnar og það verður ekki aftursnúið.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun