QuizUp sagður vera hinn nýi Tinder Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 16:50 Hér má sjá parið sem kynntist í gegnum QuizUp. Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira