Lífið

Vill skíra barnið Bruce Jenner

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Blake og Ryan.
Blake og Ryan. vísir/getty
Leikarinn Ryan Reynolds á von á sínu fyrsta barni með leikkonunni Blake Lively. Hann spjallaði um barnanöfn við kanadíska skemmtiþáttinn etalk þegar hann fékk stjörnu á kanadísku frægðargötunni í Toronto á laugardaginn.

„Ég var að hugsa um barnanöfn á leiðinni hingað. Ég vil ekki nafn sem er hrokafullt eða Hollywood-legt. Þannig að ég ætla að skíra það Excalibur Anaconda Reynolds...ef þetta er stúlka,“ sagði Ryan.

Aðspurður hvað barnið ætti að heita ef það væri drengur sagðist Ryan vera mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Keeping Up with the Kardashian.

Bruce Jenner,“ grínaðist hann en Bruce er fyrrverandi eiginmaður Kris Jenner, móður Kardashian-systranna.

Bruce Jenner.vísir/getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.