Viðskipti innlent

Mikilvægt að finna heildstæða lausn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA/Aðsend
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir vonbrigðum með þá stefnu Landeigendafélags Geysis um gjaldtöku á Geysissvæðinu. Samtökin óttast að aðrir landeigendur muni fylgja í kjölfarið.

Ríkissjóður hefur gefið út að niðurstöðu sýslumannsins á Selfossi verði skotið til Héraðsóms Suðurlands.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar, segir það mjög jákvætt. „Það er mikilvægt að leiða þetta mál til lykta. Stóra málið er að SAF eru að beita sér fyrir því að við verðum að finna sameiginlega niðurstöðu að sameiginlegum hagsmunum ferðaþjónustunnar.“

„Það þarf að tryggja heildarhagsmuni einnar stærstu atvinnugreinar landsins og það er mikið í húfi. Það hefur sýnt sig á síðustu dögum í hvað stefnir ef menn hugsa í staðbundnum lausnum frekar en heildstæðum,“ segir Helga.

Hún bendir á að ráðherra hafi komið fram með drög að frumvarpi af náttúrupassa og það er verið að rýna í þau og skoða. Það er mikilvægt að menn setjist yfir það með heilum hug til að ná sameiginlegri sátt og lausn. Það verður að hafa í huga að 80 prósent ferðamanna koma hingað út af náttúrunni, friðsæld og víðáttu. Það er mikið í húfi ef rukkunarskúrar fara að rísa upp víða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×