Jepplingasprengja vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 10:45 Ford Escape er einn þeirra jepplinga sem seljast vel nú vestanhafs. Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent
Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent