Ásgeir Trausti í sjokki yfir dauðaslysi Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:00 Ásgeir Trausti var hálftíma frá því að lenda í slysinu í Austin. Mynd/Jónatan Grétarsson „Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu. Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
„Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu.
Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45
Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30