Hyundai Sonata endurhannaður Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 17:15 Hyundai Sonata. Það er mikið undir hjá Hyundai er kemur að endurhönnun á Sonata fjölskyldubílnum. Hann kemur brátt af sjöundu kynslóð, en hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1985. Þessi bíll hefur keppt grimmilega við magnsölubílana Toyota Camry, Honda Accord og Ford Mondeo í Bandaríkjunum og hann seldist í 476.103 eintaki í fyrra í bandaríkjunum einum, en mest sala hans þar var reyndar árið 2011, þá seldust 532.320 eintök. Toyota kom fram með nýja kynslóð af Camry það ár og nýr Ford Mondeo kom 2012, en þeir virðast hafa minnkað söluna á Sonata. Því er mikið undir að vel takist til við þessa nýju kynslóð bílsins. Hyundai Sonata var bíllinn sem breytti viðhorfi Bandaríkjamanna frá því að álíta Hyundai bíla ódýra og lélega bíla í vandaða bíla sem keppt gætu við vandaða bíla japönsku framleiðendanna. Sonata er næst söluhæsta bílgerð Hyundai í Bandaríkjunum á eftir hinum nokkru minni Elantra. Þrátt fyrir það er Sonata mikilvægast bíll Hyundai þar vestra í ár og velgengni Hyundai þar liggur mikið á herðum þessa nýhannaða bíl. Hjá Hyundai er reyndar spáð minnsta vexti bæði Hyundai og Kia merkjanna í 8 ár, en vöxtur fyrirtækisins hefur verið ævintýralegur síðasta áratuginn. Það sem helst veldur kóresku merkjunum vanda er hið háa gengi Won-gjaldmiðils S-Kóreu, en á meðan það hefur hækkað mjög hefur gengi japanska Yensins lækkað mikið. Sala Hyundai í Bandaríkjunum var ekki nema 2,5% af þessum sökum á síðasta ári á meðan vöxtur markaðarins þar var 7,5%. Ný Hyundai Sopnata mun fá mikið af tækninýjungum frá dýrari bíl fyrirtækisins, Genesis, auk þess sem vélar bílsins eru talsvert sparsamari en í forveranum. Bíllinn mun fá bæði mildara og fágaðra útlit og hafa Hyundai menn trú á því að með því höfði hann til breiðari hóps kaupenda. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent
Það er mikið undir hjá Hyundai er kemur að endurhönnun á Sonata fjölskyldubílnum. Hann kemur brátt af sjöundu kynslóð, en hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1985. Þessi bíll hefur keppt grimmilega við magnsölubílana Toyota Camry, Honda Accord og Ford Mondeo í Bandaríkjunum og hann seldist í 476.103 eintaki í fyrra í bandaríkjunum einum, en mest sala hans þar var reyndar árið 2011, þá seldust 532.320 eintök. Toyota kom fram með nýja kynslóð af Camry það ár og nýr Ford Mondeo kom 2012, en þeir virðast hafa minnkað söluna á Sonata. Því er mikið undir að vel takist til við þessa nýju kynslóð bílsins. Hyundai Sonata var bíllinn sem breytti viðhorfi Bandaríkjamanna frá því að álíta Hyundai bíla ódýra og lélega bíla í vandaða bíla sem keppt gætu við vandaða bíla japönsku framleiðendanna. Sonata er næst söluhæsta bílgerð Hyundai í Bandaríkjunum á eftir hinum nokkru minni Elantra. Þrátt fyrir það er Sonata mikilvægast bíll Hyundai þar vestra í ár og velgengni Hyundai þar liggur mikið á herðum þessa nýhannaða bíl. Hjá Hyundai er reyndar spáð minnsta vexti bæði Hyundai og Kia merkjanna í 8 ár, en vöxtur fyrirtækisins hefur verið ævintýralegur síðasta áratuginn. Það sem helst veldur kóresku merkjunum vanda er hið háa gengi Won-gjaldmiðils S-Kóreu, en á meðan það hefur hækkað mjög hefur gengi japanska Yensins lækkað mikið. Sala Hyundai í Bandaríkjunum var ekki nema 2,5% af þessum sökum á síðasta ári á meðan vöxtur markaðarins þar var 7,5%. Ný Hyundai Sopnata mun fá mikið af tækninýjungum frá dýrari bíl fyrirtækisins, Genesis, auk þess sem vélar bílsins eru talsvert sparsamari en í forveranum. Bíllinn mun fá bæði mildara og fágaðra útlit og hafa Hyundai menn trú á því að með því höfði hann til breiðari hóps kaupenda.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent