Vignir: Var í skrýtnu félagi með skrýtinn þjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 11:30 Vignir í leik með Minden á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Línumaðurinn Vignir Svavarsson segist hæstánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur eftir sex ára dvöl í Þýskalandi. Vignir gekk í sumar í raðir Midtjylland frá þýska liðinu Minden. „Ég átti erfitt ár í fyrra. Þá var ég hjá skrýtnu félagi og með skrýtinn þjálfara. En ég er búinn að finna gleðina á ný,“ sagði Vignir í samtali við Vísi en hann verður í eldlínunni með landsliði Íslands sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2016 í kvöld. Vignir var að glíma talsvert við meiðsli á síðustu leiktíð auk þess sem hann fékk ekki mikið að spila hjá þjálfaranum Goran Perkovac.Hann ákvað því að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2005 er hann gekk í raðir Skjern. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, var þá þjálfari liðsins. Vignir spilar nú með Midtjylland sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og segir byrjunina á tímabilinu hafa verið vonum framar. „Við erum með lið sem getur unnið alla en líka tapað fyrir öllum liðum ef við hittum ekki á réttan dag. En einbeitingin hjá okkur hefur verið góð og við erum í öðru sæti deildarinnar. Það eru allir sáttir við það.“ Landsliðið kemur nú saman fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður fyrsti landsleikurinn eftir Bosníuleikina í júní þar sem Íslands varð af þátttökurétti á HM í Katar.Vignir í leik á EM í Danmörku fyrr á þessu ári.Vísir/Daníel„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það er góður andi á æfingunum. Við vorum allir mjög ósáttir við hvernig þetta fór í sumar en við ætlum að nýta tækifærið, byrja á núlli og sýna hvað við getum.“ „Frammistaðan í leikjunum gegn Bosníu var hvorki falleg né okkur til sóma. Við vorum allir brjálaðir og hundsvekktir í allt sumar. En nú er það bara búið og ekkert við því að gera.“ „Þetta snýst bara um hvað við getum gert næst og það er að tryggja okkur inn á EM.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Línumaðurinn Vignir Svavarsson segist hæstánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur eftir sex ára dvöl í Þýskalandi. Vignir gekk í sumar í raðir Midtjylland frá þýska liðinu Minden. „Ég átti erfitt ár í fyrra. Þá var ég hjá skrýtnu félagi og með skrýtinn þjálfara. En ég er búinn að finna gleðina á ný,“ sagði Vignir í samtali við Vísi en hann verður í eldlínunni með landsliði Íslands sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2016 í kvöld. Vignir var að glíma talsvert við meiðsli á síðustu leiktíð auk þess sem hann fékk ekki mikið að spila hjá þjálfaranum Goran Perkovac.Hann ákvað því að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2005 er hann gekk í raðir Skjern. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, var þá þjálfari liðsins. Vignir spilar nú með Midtjylland sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og segir byrjunina á tímabilinu hafa verið vonum framar. „Við erum með lið sem getur unnið alla en líka tapað fyrir öllum liðum ef við hittum ekki á réttan dag. En einbeitingin hjá okkur hefur verið góð og við erum í öðru sæti deildarinnar. Það eru allir sáttir við það.“ Landsliðið kemur nú saman fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður fyrsti landsleikurinn eftir Bosníuleikina í júní þar sem Íslands varð af þátttökurétti á HM í Katar.Vignir í leik á EM í Danmörku fyrr á þessu ári.Vísir/Daníel„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það er góður andi á æfingunum. Við vorum allir mjög ósáttir við hvernig þetta fór í sumar en við ætlum að nýta tækifærið, byrja á núlli og sýna hvað við getum.“ „Frammistaðan í leikjunum gegn Bosníu var hvorki falleg né okkur til sóma. Við vorum allir brjálaðir og hundsvekktir í allt sumar. En nú er það bara búið og ekkert við því að gera.“ „Þetta snýst bara um hvað við getum gert næst og það er að tryggja okkur inn á EM.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52