Lífið

Beckham ber að ofan í ísbaði

David Beckham er þekktur fyrir kynþokka sinn.
David Beckham er þekktur fyrir kynþokka sinn. vísir/getty
Mikil gróska hefur verið í svokallaðri Ísfötuáskorun eða The Ice Bucket Challenge undanfarna daga en nú koma stærstu stjörnur heimsins saman til þess að vekja athygli á ALS samtökunum og safna áheitum til styrktar félaginu.

ALS stendur fyrir Amyotrophic lateral sclerosis eða betur þekkt hér á landi sem MND sjúkdómurinn. Þessi áskorun virðist heldur betur vera að borga sig, en framlög til félagsins hafa þúsundfaldast.

Þær stjörnur sem hafa lagt sitt af mörkum eru meðal annars Justin Timberlake, Jimmy FallonEmmy Rossum, Mark Zuckerberg, James Franco, Barack Obama og svo mætti lengi telja.


Sá nýjasti til þess að bætast í hópinn er fyrrverandi fótboltamaðurinn og kyntröllið David Beckham.

Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook má sjá Beckham beran að ofan að bíða eftir gusunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.