Lífið

Barnalán hjá Batman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hjónin á Óskarnum.
Hjónin á Óskarnum. vísir/getty
Leikarinn Christian Bale, sem er hvað þekktastur í síðari tíð fyrir að leika Batman í kvikmyndum Cristophers Nolan, og eiginkona hans, Sibi Bale, eignuðust dreng fyrir stuttu. Þetta kemur fram í frétt tímaritsins Us Weekly.

Tímaritið fékk það staðfest í mars á þessu ári að von væri á barni í Bale-fjölskyldunni og sást óléttukúlan vel á Sibi á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Christian og Sibi gengu í það heilaga í janúar árið 2000. Fyrir eiga þau dóttur sem kom í heiminn í mars árið 2005. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.