Leikarinn Christian Bale, sem er hvað þekktastur í síðari tíð fyrir að leika Batman í kvikmyndum Cristophers Nolan, og eiginkona hans, Sibi Bale, eignuðust dreng fyrir stuttu. Þetta kemur fram í frétt tímaritsins Us Weekly.
Tímaritið fékk það staðfest í mars á þessu ári að von væri á barni í Bale-fjölskyldunni og sást óléttukúlan vel á Sibi á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Christian og Sibi gengu í það heilaga í janúar árið 2000. Fyrir eiga þau dóttur sem kom í heiminn í mars árið 2005.
Barnalán hjá Batman
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
