Jól alla daga Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. desember 2014 07:00 Ég er afskaplega lítið jólabarn og tengi ekki mikið við allt þetta stúss. Mér finnst það þó fallegt ásýndar og tek svo sem þátt með því að kaupa mína pakka, baka nokkrar sortir í huganum, hengja upp kúlur og gleyma að skrifa jólakortin. En það sem mér finnst uppáhalds jólalegast er samkenndin í kringum jól. Maður fær alltaf eitthvað smá í augað við að sjá að undir stóra jólatrénu í Kringlunni sé urmull pakka merktra til stráks 7 ára og stelpu 4 ára, af því að sumar fjölskyldur ná ekki að halda jól eins og við kysum flest. Fréttirnar fyllast af frásögnum af fólki að hjálpa öðru fólki. Ég er reyndar löngu orðin vön því að vera frekar misheppnaður sendiherra góðgerða um jól. Mér tekst þokkalega áfallalaust að setja pakka undir stóra tréð en allt frá móðgandi vanilluhringjum til heimboða sem engum var þægð í hafa flestar meintar velgjörðir mínar misheppnast á einn hátt eða annan. Þær verða samt jólaminningar eins og aðrar og eina þeirra þykir mér sérstaklega vænt um og hugsa oft til. Eitt árið stefndi sem sagt í að ég yrði ein í Reykjavík á aðfangadagskvöld og ég hugsaði með mér að eflaust væri skynsamlegra að reyna að vera einhvers staðar til einhverrar aðstoðar. Ég hringdi á tvo staði sem buðu upp á jólamat handa þeim sem geta erfiðlega haldið sín jól sjálfir og bauð fram aðstoð mína en fékk á báðum stöðum mjög kurteislega höfnun. Það var útskýrt pent fyrir mér að það væri þétt setinn bekkurinn af fólki sem vildi hjálpa um jól, en hins vegar kæmi hjálp sér virkilega vel marga aðra daga ársins. Ég dauðskammaðist mín því að auðvitað gat ég sagt mér sjálf að eins fallegt og það er að um jól sé biðröðin í góðverkin jafnlöng og í bókabúðunum, þá eiga þau kannski til að gleymast hina dagana. Sem misheppnaður góðgerðaerindreki jólanna minni ég mig því bara á að það er líka hellings þörf og pláss fyrir samkenndina á öðrum tímum ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég er afskaplega lítið jólabarn og tengi ekki mikið við allt þetta stúss. Mér finnst það þó fallegt ásýndar og tek svo sem þátt með því að kaupa mína pakka, baka nokkrar sortir í huganum, hengja upp kúlur og gleyma að skrifa jólakortin. En það sem mér finnst uppáhalds jólalegast er samkenndin í kringum jól. Maður fær alltaf eitthvað smá í augað við að sjá að undir stóra jólatrénu í Kringlunni sé urmull pakka merktra til stráks 7 ára og stelpu 4 ára, af því að sumar fjölskyldur ná ekki að halda jól eins og við kysum flest. Fréttirnar fyllast af frásögnum af fólki að hjálpa öðru fólki. Ég er reyndar löngu orðin vön því að vera frekar misheppnaður sendiherra góðgerða um jól. Mér tekst þokkalega áfallalaust að setja pakka undir stóra tréð en allt frá móðgandi vanilluhringjum til heimboða sem engum var þægð í hafa flestar meintar velgjörðir mínar misheppnast á einn hátt eða annan. Þær verða samt jólaminningar eins og aðrar og eina þeirra þykir mér sérstaklega vænt um og hugsa oft til. Eitt árið stefndi sem sagt í að ég yrði ein í Reykjavík á aðfangadagskvöld og ég hugsaði með mér að eflaust væri skynsamlegra að reyna að vera einhvers staðar til einhverrar aðstoðar. Ég hringdi á tvo staði sem buðu upp á jólamat handa þeim sem geta erfiðlega haldið sín jól sjálfir og bauð fram aðstoð mína en fékk á báðum stöðum mjög kurteislega höfnun. Það var útskýrt pent fyrir mér að það væri þétt setinn bekkurinn af fólki sem vildi hjálpa um jól, en hins vegar kæmi hjálp sér virkilega vel marga aðra daga ársins. Ég dauðskammaðist mín því að auðvitað gat ég sagt mér sjálf að eins fallegt og það er að um jól sé biðröðin í góðverkin jafnlöng og í bókabúðunum, þá eiga þau kannski til að gleymast hina dagana. Sem misheppnaður góðgerðaerindreki jólanna minni ég mig því bara á að það er líka hellings þörf og pláss fyrir samkenndina á öðrum tímum ársins.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun