Sport

Gunnar einn af bestu gólfglímumönnum veltivigtar UFC

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson er í fremsta flokki svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu og einn besti gólfglímumaðurinn í veltivigt UFC,“ segir Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan.

Rogan, sem er upphaflega virtur og vinsæll grínisti, hefur getið sér gott orð um árabil sem lýsandi á UFC-kvöldum og einn helsti sérfræðingur sambandsins.

Í upphitunarmyndbandi fyrir bardaga Gunnars og Omari Akhmedovs, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, fer Rogan stuttlega yfir bardagann og við hverju má búast frá köppunum á laugardaginn.

„Gunnar er einn af þeim bardagamönnum sem mig langar að sjá hvort að geti farið alla leið. En núna mætir hann Akhmedov sem er mjög áræðinn bardagamaður og góður í að rota menn.“

„Akhmedov vill halda bardaganum standandi. Hann mun vilja nota höggin meira og forðast það að fara í gólfið með Gunnari,“ segir Joe Rogan.

Bardagi Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.



MMA

Tengdar fréttir

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov

Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasta æfing Gunnars á Íslandi

Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi.

Gunnar í sínu besta formi

Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars

Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans?

Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar

Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun

Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn.

Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars

Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×