Handbolti

Fyrsta Hafnarfjarðar-"sópið“ í átta ár?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukarmaðurinn Sigurbergur Sveinsson.
Haukarmaðurinn Sigurbergur Sveinsson. Vísir/Valli
Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka fá stórt verkefni í kvöld í fyrsta leik sínum eftir bikarsigurinn í Höllinni þegar þeir taka á móti nágrönnum sínum í FH í Schenker-höllinni á Ásvöllum í 16. umferð Olís-deildar karla.

Haukar hafa unnið alla fjóra leiki sína á móti FH í vetur og vinni þeir einnig í kvöld verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2005-2006 þar sem annað Hafnarfjarðarliðið vinnur alla deildarleiki þessara erkifjenda á sama tímabilinu.

FH hefur aftur á móti haft betur í deildarleikjum Hafnarfjarðarliðanna undanfarin þrjú tímabil (2-1 í öll skiptin).

Síðasta Hafnarfjarðar-„sópið“ var þegar Haukar unnu báða deildarleiki liðanna leiktíðina 2005-2006.

Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 en í kvöld mætast einnig Akureyri-ÍR (19.00), ÍBV-Fram (19.30) og Valur-HK (20.15).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×