Lífið

Bergur leikstýrir söngleik í New York

Ugla Egilsdóttir skrifar
Bergur fer út og leitar að leikurum um páskana.
Bergur fer út og leitar að leikurum um páskana. Fréttablaðið/Stefán
„Ég hafði aldrei komið út fyrir Evrópu fyrr en í janúar þegar ég fór út að skoða aðstæður,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýrir söngleik í New York í sumar. „Fjölskyldan kemur með mér. Þær verða allar að lifa einhvern New York-draum, og ég leikhúsdraum,“ segir Bergur. „Ég hef ekki reynt að komast á skrá hjá umboðsskrifstofu erlendis áður, en nú fer ég að skoða það mál,“ segir Bergur, en þetta tækifæri kom upp í hendurnar á honum eftir að hann leikstýrði Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. „Höfundurinn og framleiðandinn, Karl Pétur Jónsson, fengu mig í þetta eftir að hafa séð Mary Poppins,“ segir Bergur. Verkefnið er fjármagnað af Mostly Human Entertainment og Theater Mogul.

Undirbúningurinn fyrir sýninguna er kominn vel á veg. „Þetta verður sýnt í leikhúsi sem heitir Minetta Lane og er nálægt Washington Square. Leikmyndahönnuðurinn Petr Hlousek og danshöfundurinn Lee Proud úr Mary Poppins koma með. Núna á eftir er ég að fara að Skype-a við búningahönnuð sem er frá New York,“ segir Bergur Þór.

Leikritið verður alheimsfrumsýning á nýju verki eftir Ívar Pál Jónsson. „Sýningin heitir Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson the Furniture Painter.“ Bergur fer út um páskana að halda leikaraprufur. „Um leið og leikárið klárast hérna í júní hoppa ég svo upp í flugvél og fer og leikstýri þessu þarna úti,“ segir Bergur Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.