Lífið

James Franco játar að hafa reynt við táningsstúlku

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Franco er 35 ára en stúlkan aðeins sautján.
Franco er 35 ára en stúlkan aðeins sautján. vísir/getty/instagram
Bandaríski leikarinn James Franco hefur staðfest orðróm þess efnis að hann hafi reynt við táningsstúlku á vefsíðunni Instagram.

Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram.

Clode, sem er frá Skotlandi, var á ferðalagi með móður sinni í New York og meðal þess sem Franco spurði stúlkuna að á Instagram var hversu gömul hún væri, hvort hún ætti kærasta og hvar hún gisti í borginni.

Þegar hún svaraði því spurði leikarinn hvort hann ætti að leigja herbergi á hótelinu en þá runnu tvær grímur á Clode, og sagði hún leikaranum að sér þætti hann vafasamur og hún ætlaði að hitta hann þegar hún væri orðin átján.

Sjálfur er Franco 35 ára en kynferðislegur lögaldur í New York er 17 ár. Leikarinn var því ekki að brjóta lög með samskiptum sínum við stúlkuna.

Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu.

Brot úr samskiptum Francos við stúlkuna.mynd/instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×