Mars besti bílasölumánuður í Bretlandi í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 10:36 Bílar seljast vel í Bretlandi þessa dagana. Motoring Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári. Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent
Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári.
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent