Lífið

DJ Margeir semur við erlenda útgáfu

DJ Margeir skemmtir í Tælandi á næstunni.
DJ Margeir skemmtir í Tælandi á næstunni. Vísir/Daníel
DJ Margeir skrifaði á dögunum undir samning við þýska útgáfufyrirtækið HFN-music en fyrirtækið gefur meðal annars út hinn virta tónlistarmann Trentemöller.

„Útsendarar fyrirtækisins voru staddir í einu af þessum mögnuðu Bláa lóns partíum sem ég spila í og í kjölfarið spruttu upp viðræður um samstarf,“ segir DJ Margeir um upphafið. „Ég er mjög sáttur við samninginn því að fyrirtækið deilir sömu sýn á tónlistarbransann sem er í stöðugri þróun.“

Platan er væntanleg í vor og kemur út um allan heim. Næsta gigg Margeirs er í Taílandi og ætlar hann svo sannarlega að trylla Taílendingana en Margeir skemmti í Taílandi fyrir fjórum árum.

„Það mættu 300.000 manns á staðinn síðast en fólkið var reyndar í öðrum erindagjörðum þá, því það var að mótmæla ríkjandi stjórnvöldum og ekki í neinu stuði til að dansa,“ segir Margeir, sem vonast eftir hressari áheyrendum í ár.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.