Eftir að hafa minnt á sig á sjónarsviði UFC-heimsins með sigri á Jorge Santiago í fyrra í sínum öðrum bardaga í UFC meiddist Gunnar og fór í aðgerð síðastliðin apríl vegna rifins liðþófa í hné. Á meðan endurhæfingunni stóð slapp Gunnar vel frá bílslysi í október líkt og Vísir greindi frá.
ESPN spáði því í upphafi árs að Gunnar yrði einn af stjörnum ársins í blönduðum bardagaíþróttum(MMA) á árinu 2014. Gunnar hefur ekki enn tapað bardaga.
Athugasemd: Bent var á nokkrar staðreyndavillur í þessari frétt sem hafa nú verið leiðréttar eftir bestu getu, meðal annars að um væri að ræða auglýsingu sem Gunnar léki í. Vísir þakkar athugulum lesanda ábendingarnar.
