Bullandi frjósemi í Bollywood-dansinum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 11:15 Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. mynd/vilhelm Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“ Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“
Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira