Mexíkó fjórði stærsti bílaútflytjandi heims Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 10:45 Bíll settur saman í Mexíkó. Trevor Snapp Photography Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent