Systkinabönd í íslenskri tónlist Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 10:00 Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi. Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“ Airwaves Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“
Airwaves Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira