Bjarni: Legg allt sem ég á undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 18:17 Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR. Vísir/Vilhelm Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15