Lífið

Þakíbúð í Þingholtunum á sextíu milljónir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Komin er á sölu glæsileg 118 fermetra þakíbúð á Mímisvegi í Þingholtunum í Reykjavík.

Íbúðin er mikið endurnýjuð og smekklega innrétt eins og sést á meðfylgjandi myndum. Útsýnið er heldur ekkert slor. Ásett verð eru tæpar sextíu milljónir.

Húsið var byggt og teiknað af Valdimari Runólfssyni, húsasmíðameistara. Húsið var byggt í tveimur áföngum, fyrst í kringum 1930 og síðar eftir seinna stríð. Valdimar sjálfur bjó í húsinu til margra ára en meðal annarra bygginga sem hann kom að eru Hótel Borg, Gamla Bíó og Þjóðleikhúsið.

Í kastalastíl.
Mímisvegur er eitt af fyrstu fjölbýlishúsunum í Reykjavík sem er reist í svokölluðum kastalastíl.

Í þakíbúðinni sem um ræðir er stórt, opið rými, stofa, borðstofa og svefnherbergi með tveimur þakgluggum. Í austurenda eignarinnar er einnig góður sjónvarpskrókur sem hægt er að nýta sem svefnherbergi. Í íbúðinni er eldhús með gaseldavél og í baðherberginu er bæði baðkar og sturta. Innaf baðherbergi er fata- og þvottaherbergi með tengi fyrir þvottavél en í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sameiginleg geymsla.

Hægt er að skoða eignina nánar hér.

Íbúðin er afar björt.
Hlýlegt eldhús.
Smekkleg stofa.
Fallegar flísar á baðherberginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×