Lífið

Tvíhöfði snýr aftur: Brot af því besta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gríntvíeykið Tvíhöfði, sem þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson skipa, hefur göngu sína í hlaðvarpi Kjarnans miðvikudaginn 5. nóvember.

Tvíhöfði hefur lifað góðu lífi í fjöldamörg ár en margir muna eftir þeim félögum úr Dagsljósi, á Aðalstöðinni og X-inu 977 þar sem þeir buðu upp á ýmis grínsketsj.

Lífið á Visir.is kíkti yfir brot af því besta úr smiðju Tvíhöfða til að hita upp fyrir endurkomu þeirra félaga. Þeir sem eru á Spotify geta einnig hlustað á grín tvíeykisins endurgjaldslaust.





Leigubílstjórar

Þetta atriði birtist í Dagsljósi og fóru þeir Sigurjón og Jón yfir það hvernig leigubílstjórar ættu að haga sér í umferðinni.





Pervert

Sprenghlægilegt atriði sem endar á óborganlegum nótum.





Erótík

Já hvað er erótík?





Nýbúi í Reykjavík

Hver man ekki eftir þessu?





Ekki tala undir rós

Enn þann dag í dag er vitnað í þetta fyndna atriði.

Grín Tvíhöfða kom út á geislaplötum á árunum 1998 til 2009: Til hamingju, Sleikir hamstur, Konungleg skemmtun og Gubbað á gleði.

Á þessum plötum leyndust lög sem Tvíhöfði samdi í samstarfi við ýmsa listamenn og sum þeirra náðu miklum vinsældum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×