Reri á trillu með pabba Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2014 11:00 vísir/ernir „Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“ Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
„Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira