Treður upp í sama klúbbi og Robin Williams gerði Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 09:30 Inga hefur komið fram fimmtán sinnum. mynd/úr einkasafni „Húmor hefur alltaf heillað mig og að mínu mati er hann vanmetið vopn. Það hefur alltaf kitlað mig að prufa þetta sjálfn en það er ekki hægt að segja að ég hafi gert þetta lengi,“ segir Akureyringurinn og viðskiptafræðingurinn Inga Kristjánsdóttir. Hún er 38 ára, þriggja barna móðir sem býr með fjölskyldu sinni í Washington DC í Bandaríkjunum. Hún reynir nú fyrir sér sem uppistandari vestan hafs og hefur upptaka af uppistandi hennar í DC Improv-klúbbnum vakið athygli á YouTube. „Ég byrjaði í uppistandi í júní á þessu ári þegar maðurinn minn gaf mér námskeið hjá DC Improv-klúbbnum á konudaginn en klúbburinn er einn sá virtasti grínklúbbur á þessu svæði. Það er mjög erfitt að komast að þar og ég veit ekki enn hvernig hann fór að þessu. Þar fékk ég frábæra leiðsögn inn í þennan undirheim sem kallast The Comedy Scene og hvernig best sé að setja upp rútínu. Námskeiðið samanstóð af fjórum skiptum og svo alvöru útskrifarsýningu sem var selt inná,“ segir Inga og bætir við að taugarnar hafi látið vita af sér fyrir útskriftarsýninguna. „Þetta er líklega eitt það mest ógnvekjandi sem ég hef nokkurn tímann gert á ævinni og ekki var á það bætandi að gera þetta á öðru tungumáli. En þetta var hrikalega gaman og mikið kikk. Það voru um tvö hundruð manns í salnum og mér þótti óendanlega vænt um stuðninginn frá vinum og ættingjum sem mættu á sýninguna.“ Inga flutti með eiginmanni sínum og börnunum þremur, fjögurra ára, sjö ára og fjórtán ára, til Washington DC í febrúar árið 2012. Eiginmaður hennar vinnur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og stefnir fjölskyldan á að dvelja hið ytra í um fjögur ár til viðbótar. Á dögunum fékk hún boð um að taka þátt í heimildarmynd á vegum Comedy Central þar sem fimm upprennandi uppistöndurum er fylgt eftir í leik og starfi. Henni fannst það of mikið skuldbinding og vill taka sér tíma í að rækta listformið. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi endilega gera einhvern frama úr þessu heldur var þetta áhugamál. Móðurhlutverkið er að sjálfsögðu mikilvægast eins og stendur og tekur gríðarlega mikla orku og tíma hér þar sem hraðinn er mikill og baklandið lítið sem ekkert. Ég væri svakalega glöð að fá að vaxa í rólegheitum sem uppistandari og verða sterkari, öruggari og semja meira efni. Svo vona ég að þetta verði listform sem ég get fengið að tjá mig með í framtíðinni. Sjáum til hvert þetta leiðir mann,“ segir Inga sem á langt í land, að eigin sögn. „Gullna reglan hér er að þú kemur fram hundrað sinnum áður en þú getur sagst eiga svokallaðar fimm skotheldnar mínútur. Þetta er afar harður skóli og gríðarleg áskorun. Ég er búin að koma fram fimmtán sinnum síðan ég byrjaði þannig að ég er ekki langt komin. Ég hef fengið, að mínu mati, ótrúlega góð viðbrögð þegar ég hef komið fram. Yfirleitt þegar maður situr baksviðs, þar sem uppistandarar sitja grafalvarlegir nagandi á sér neglurnar með pappírssnefla í sveittum lófunum að fara yfir settin sín, lít ég yfir hópinn og geri mig grein fyrir því hvað ég er innilega langt frá því að falla inn í hópinn. Og langt að heiman. Ekki bara er ég alltaf eini útlendingurinn heldur líka eina þriggja barna móðirin,“ segir Inga sem lítur mikið upp til grínista á borð við Jim Carrey, CK Louis, Ricky Gervais og Steve Rannazzissi.Robin Williams.vísir/gettyKom óvænt fram á klúbbnum Margir þekktir grínistar hafa stigið sín fyrstu skref í DC Improv-klúbbnum síðan hann var stofnaður árið 1992, til að mynda Ellen DeGeneres, heimamaðurinn Dave Chappelle, Jay Leno, Jerry Seinfeld og Richard Pryor. Leikarinn sálugi Robin Williams hefur einnig skemmt í klúbbnum en hann kom öllum í opna skjöldu í maí árið 1996 og flutti óvænt uppistand síðla kvölds á staðnum. DC Improv-klúbburinn er afar virtur en samkvæmt nýlegri rannsókn Colorado’s Humor Research Lab er Washington fjórða fyndnasta borgin í Bandaríkjunum, á eftir Chicago, Boston og Atlanta. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Húmor hefur alltaf heillað mig og að mínu mati er hann vanmetið vopn. Það hefur alltaf kitlað mig að prufa þetta sjálfn en það er ekki hægt að segja að ég hafi gert þetta lengi,“ segir Akureyringurinn og viðskiptafræðingurinn Inga Kristjánsdóttir. Hún er 38 ára, þriggja barna móðir sem býr með fjölskyldu sinni í Washington DC í Bandaríkjunum. Hún reynir nú fyrir sér sem uppistandari vestan hafs og hefur upptaka af uppistandi hennar í DC Improv-klúbbnum vakið athygli á YouTube. „Ég byrjaði í uppistandi í júní á þessu ári þegar maðurinn minn gaf mér námskeið hjá DC Improv-klúbbnum á konudaginn en klúbburinn er einn sá virtasti grínklúbbur á þessu svæði. Það er mjög erfitt að komast að þar og ég veit ekki enn hvernig hann fór að þessu. Þar fékk ég frábæra leiðsögn inn í þennan undirheim sem kallast The Comedy Scene og hvernig best sé að setja upp rútínu. Námskeiðið samanstóð af fjórum skiptum og svo alvöru útskrifarsýningu sem var selt inná,“ segir Inga og bætir við að taugarnar hafi látið vita af sér fyrir útskriftarsýninguna. „Þetta er líklega eitt það mest ógnvekjandi sem ég hef nokkurn tímann gert á ævinni og ekki var á það bætandi að gera þetta á öðru tungumáli. En þetta var hrikalega gaman og mikið kikk. Það voru um tvö hundruð manns í salnum og mér þótti óendanlega vænt um stuðninginn frá vinum og ættingjum sem mættu á sýninguna.“ Inga flutti með eiginmanni sínum og börnunum þremur, fjögurra ára, sjö ára og fjórtán ára, til Washington DC í febrúar árið 2012. Eiginmaður hennar vinnur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og stefnir fjölskyldan á að dvelja hið ytra í um fjögur ár til viðbótar. Á dögunum fékk hún boð um að taka þátt í heimildarmynd á vegum Comedy Central þar sem fimm upprennandi uppistöndurum er fylgt eftir í leik og starfi. Henni fannst það of mikið skuldbinding og vill taka sér tíma í að rækta listformið. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi endilega gera einhvern frama úr þessu heldur var þetta áhugamál. Móðurhlutverkið er að sjálfsögðu mikilvægast eins og stendur og tekur gríðarlega mikla orku og tíma hér þar sem hraðinn er mikill og baklandið lítið sem ekkert. Ég væri svakalega glöð að fá að vaxa í rólegheitum sem uppistandari og verða sterkari, öruggari og semja meira efni. Svo vona ég að þetta verði listform sem ég get fengið að tjá mig með í framtíðinni. Sjáum til hvert þetta leiðir mann,“ segir Inga sem á langt í land, að eigin sögn. „Gullna reglan hér er að þú kemur fram hundrað sinnum áður en þú getur sagst eiga svokallaðar fimm skotheldnar mínútur. Þetta er afar harður skóli og gríðarleg áskorun. Ég er búin að koma fram fimmtán sinnum síðan ég byrjaði þannig að ég er ekki langt komin. Ég hef fengið, að mínu mati, ótrúlega góð viðbrögð þegar ég hef komið fram. Yfirleitt þegar maður situr baksviðs, þar sem uppistandarar sitja grafalvarlegir nagandi á sér neglurnar með pappírssnefla í sveittum lófunum að fara yfir settin sín, lít ég yfir hópinn og geri mig grein fyrir því hvað ég er innilega langt frá því að falla inn í hópinn. Og langt að heiman. Ekki bara er ég alltaf eini útlendingurinn heldur líka eina þriggja barna móðirin,“ segir Inga sem lítur mikið upp til grínista á borð við Jim Carrey, CK Louis, Ricky Gervais og Steve Rannazzissi.Robin Williams.vísir/gettyKom óvænt fram á klúbbnum Margir þekktir grínistar hafa stigið sín fyrstu skref í DC Improv-klúbbnum síðan hann var stofnaður árið 1992, til að mynda Ellen DeGeneres, heimamaðurinn Dave Chappelle, Jay Leno, Jerry Seinfeld og Richard Pryor. Leikarinn sálugi Robin Williams hefur einnig skemmt í klúbbnum en hann kom öllum í opna skjöldu í maí árið 1996 og flutti óvænt uppistand síðla kvölds á staðnum. DC Improv-klúbburinn er afar virtur en samkvæmt nýlegri rannsókn Colorado’s Humor Research Lab er Washington fjórða fyndnasta borgin í Bandaríkjunum, á eftir Chicago, Boston og Atlanta.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“