Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Karl Lúðvíksson skrifar 2. mars 2014 18:06 Á hverju ári veiðast stórar bleikjur í Soginu í landi Ásgarðs Mynd: www.lax-a.is Veiðileyfasalar eru að komast hressilega í gang þessa dagana til að kynna þau veiðileyfi sem eru á boðstólnum á þessu sumri. Margir veiðimenn hafa þegar tryggt sér sína föstu daga á hásumrinu en vorveiðin hjá flestum er ennþá óbókuð þrátt fyrir að ekki nema mánuður sé til stefnu þar sem vorveiðin hefst 1. apríl. Meðal þeirra svæða sem sala er hafin í er vorveiði í Blöndu og í Soginu fyrir landi Ásgarðs en þessi svæði eru nú komin á söluvefinn www.agn.is og þar eiga fleiri leyfi eftir að bætast við næstu daga. Blanda er ótrúlega skemmtilegt veiðisvæði á vorin því þarna er bæði að veiðast niðurgöngulax, sem menn sleppa auðvitað alltaf aftur, og staðbundinn urriði sem getur orðið nokkuð vænn. Slangur af bleikju veiðist líka en það er þó ekki mikið. Þeir sem kunna að veiða í ánni gera svo til alltaf góða veiði þarna á vorin og þeir sem vilja læra á svæðið er bent á að tala við söluaðila Blöndu hjá Lax-Á en þar er stutt í góða þekkingu á Blöndu. Annað svæði á söluskrá Lax-Á er Ásgarður í Soginu en þar er oft hægt að gera frábæra vorveiði. Á því svæði veiðist niðurgöngulax, sjóbirtingur og oft mjög vænar bleikjur. Það getur verið mikið líf á veiðistöðunum þar og alltaf ákveðnir staðir sem gefa betur en aðrir þannig að veiðimenn hafa gjarnan þann siðinn á að skipta svæðunum bróðurlega á milli sín svo allir eigi góða von. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Veiðileyfasalar eru að komast hressilega í gang þessa dagana til að kynna þau veiðileyfi sem eru á boðstólnum á þessu sumri. Margir veiðimenn hafa þegar tryggt sér sína föstu daga á hásumrinu en vorveiðin hjá flestum er ennþá óbókuð þrátt fyrir að ekki nema mánuður sé til stefnu þar sem vorveiðin hefst 1. apríl. Meðal þeirra svæða sem sala er hafin í er vorveiði í Blöndu og í Soginu fyrir landi Ásgarðs en þessi svæði eru nú komin á söluvefinn www.agn.is og þar eiga fleiri leyfi eftir að bætast við næstu daga. Blanda er ótrúlega skemmtilegt veiðisvæði á vorin því þarna er bæði að veiðast niðurgöngulax, sem menn sleppa auðvitað alltaf aftur, og staðbundinn urriði sem getur orðið nokkuð vænn. Slangur af bleikju veiðist líka en það er þó ekki mikið. Þeir sem kunna að veiða í ánni gera svo til alltaf góða veiði þarna á vorin og þeir sem vilja læra á svæðið er bent á að tala við söluaðila Blöndu hjá Lax-Á en þar er stutt í góða þekkingu á Blöndu. Annað svæði á söluskrá Lax-Á er Ásgarður í Soginu en þar er oft hægt að gera frábæra vorveiði. Á því svæði veiðist niðurgöngulax, sjóbirtingur og oft mjög vænar bleikjur. Það getur verið mikið líf á veiðistöðunum þar og alltaf ákveðnir staðir sem gefa betur en aðrir þannig að veiðimenn hafa gjarnan þann siðinn á að skipta svæðunum bróðurlega á milli sín svo allir eigi góða von.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði