Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 11:17 Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent