Umfjöllun og viðtöl: Haukar 76 - 67 Stjarnan | Haukar upp fyrir Stjörnuna Daníel Rúnarsson á Ásvöllum skrifar 10. febrúar 2014 18:30 Terrence Watson. Vísir/Daníel Haukar og Stjörnumenn höfðu sætaskipti í deildinni eftir sigur þess fyrrnefnda á nágrönnum sínum úr Garðabæ fyrr í kvöld, 76-67, í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fór afar hægt af stað, bókstaflega. Liðin virtust lítt áhugasöm um að hlaupa aftur í vörn eða fram í sókn og niðurstaðan hægur leikur. Rauðklæddum heimamönnum tókst þó betur upp við körfuna og tóku fljótt forystuna. Álög virtust vera á gestunum þegar kom að stigaskorun og þegar leikhlutinn var allur höfðu þeir einungis nýtt 4 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af ekkert af tveimur þriggja stiga skotum. Emil Barja setti síðasta skot fjórðungsins niður og kom Haukum í 8 stiga forystu, 19-11. Annar leikhluti fór mikið hraðar af stað og ljóst að þjálfarar beggja liða höfðu sparkað í afturendann á sínum mönnum. Liðin skiptust á því að taka áhlaup, Stjörnumenn fóru fyrst af stað en heimamönnumtókst alltaf að svara og halda forystu sinni í kringum tíu stig. Haukur Óskarsson og Emil Barja áttu mikilvægar þriggja stiga körfur fyrir Hauka í hvert skipti sem gestirnir komust of nálægt. Undir lok hálfleiksins tókst Stjörnumönnum þó að saxa niður forystu heimamanna og var þar Jón Sverrisson fremstur í flokki bláklæddra. Jón lék frábærlega í öðrum fjórðung og lauk hálfleiknum með 18 stig og 9 fráköst, helming stiga sinna manna. Nokkuð ljóst að Jón verður Garðbæingum mikill liðsstyrkur það sem eftir lifir tímabils en hann er að snúa aftur eftir erfið meiðsli. 40-36 Haukum í vil. Það var jafnræði með liðunum í upphafi þriðja leikhluta, Stjörnumenn þó ívið sterkari. Liðin skiptust á körfum þar til Dagur Kár tók á sprett fyrir gestina. Þriggja stiga karfa hans kom Stjörnumönnum yfir í fyrsta skipti í leiknum, 50-51. Fjögur stig til viðbótar frá Degi færðu Garðbæingum þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 54-59. Garðbæingar skoruðu fyrstu fjögur stig lokaleikhlutans og forysta þeirra því komin í 7 stig. Baráttan jókst til mikilla muna og menn fóru að henda sér á eftir hverjum einasta lausa bolta. Frábær þriggja stiga karfa Kristins Marinóssonar fyrir Hauka kom heimamönnum þó á sporið og þriggja stiga karfa af spjaldinu frá Kára Jónssyni kom þeim yfir, 61-60. Haukar bættu við forystuna og héldu henni í 5-7 stigum það sem eftir lifði leiks. Óíþróttamannsleg villa Justin Shouse undir lok leiksins gulltryggði svo Haukum sigurinn. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir Garðbæinga til að koma sér aftur inn í leikinn þá dugði það ekki gegn ólseigum Haukamönnum í kvöld. Lokatölur 76 - 67 Terrence Watson átti frábæran leik fyrir heimamenn, 29 stig, 20 fráköst og 4 stoðsendingar. Þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru jafnframt sterkir með 14 og 12 stig auk þess sem Kristinn Marinósson átti afar mikilvægar þriggja stiga körfur í leiknum. Hjá Stjörnumönnum átti Jón Sverrison frábæran leik með 22 stig og 18 fráköst. Dagur Kár kom honum næstur með 17 stig en Garðbæingar söknuðu Justin Shouse í kvöld sem átti afleitan leik, setti aðeins 3 af 21 skoti sínu niður.Haukar-Stjarnan 76-67 (19-11, 21-25, 14-21, 22-10)Haukar: Terrence Watson 29/20 fráköst/5 varin skot, Emil Barja 14/5 fráköst, Haukur Óskarsson 12/5 fráköst, Kristinn Marinósson 9/10 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4, Kári Jónsson 3, Sigurður Þór Einarsson 3, Helgi Björn Einarsson 2/5 fráköst.Stjarnan: Jón Sverrisson 22/18 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17, Marvin Valdimarsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 8/15 fráköst, Justin Shouse 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2.Ívar, þjálfari Hauka: Við eigum að geta komist enn ofar „Þetta var mikil barátta allan leikinn. Við vissum að þeir yrðu alveg snarvitlausir án útlendingsins, sem þeir og voru. Börðust eins og ljón og voru að vinna okkur í frákastabaráttunni alveg fram í fjórða leikhluta þegar Watson steig upp þar fyrir okkur." sagði sáttur þjálfari Hauka við leikslok. Kristinn Marinósson átti góða innkomu í lið Hauka í leiknum, hvað fannst þjálfaranum um hann? „Kristinn er búinn að vera mjög góður á æfingum. Hann er mjög góð þriggja stiga skytta og var líka frábær í fráköstunum í kvöld. Kári fékk líka opin þriggja stiga skot sem duttu ekki, það kemur - hann er að finna færin en þau duttu ekki í dag." Nýliðar Hauka hafa komið mörgum á óvart með árangri sínum í deildinni í vetur og sitja núna í sjötta sæti, telur Ívar þá geta komist enn lengra? „Við stefndum fyrir tímabilið á sjöunda sætið, en ég tel okkur alveg geta komist ofar. Við eigum innbyrðisviðureignir á liðin í kringum okkur og eigum eftir mikilvæga leiki á heimavelli þannig að við eigum alveg að geta komist ofar. Fimmta, sjötta sæti væri frábært."Terrence Watson, leikmaður Hauka: Skiptir máli að koma sterkur til baka Terrence Watson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins með 29 stig og 20 fráköst. „Ég var bara með 8 stig í síðasta leik þannig að það stóð uppá mig að koma til baka í kvöld. Ég hef lært það í lífinu að það er ekki hvað kemur fyrir þig sem skiptir máli, heldur hvernig þú bregst við. Þannig að maður verður bara að svara inni á vellinum." Hefur árangur liðsins komið honum á óvart, telur hann liðið geta farið lengra? „Eins og allir aðrir þá teljum við okkur eiga séns á efsta sætinu. En fyrir okkur er það mjög stórt að vera komnir í sjötta sæti, ég er viss um að það er langt síðan Haukar voru í svo góðri deildarstöðu síðast. Nú verðum við bara að halda áfram að berjast og leggja okkar að mörkum til að komast enn hærra." sagði þessi geðþekki og gríðaröflugi leikmaður Hauka.Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar: Svekktur með skotnýtinguna í kvöld „Ég var mjög svekktur með skotnýtinguna hjá okkur í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila fína vörn en naðum ekki að nýta okkur það í sókninni. Ég er hinsvegar rosalega ánægður með baráttuna í liðinu, þeir eru að leggja sig fram að fullu. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að ég veit að þetta mun smella hjá okkur. " sagði Teitur. „Við erum að fara í erfitt verkefni gegn Grindavík á fimmtudaginn og þá aftur án Junior Hairston. Við þurfum bara að berjast í gegnum þann leik og að honum loknum mætum við vonandi loksins með full mannað lið í Íslandsmótið. Við erum ekki búnir að spila einn einasta leik með fullskipað lið." „Ég var gríðarlega ánægður með Jón Sverris eftir að hafa verið í burtu í rúmt ár. Fannar átti líka mjög góðan dag. Bakverðirnir okkar áttu ömurlegan skotdag, langt síðan Justin Shouse átti svona slæman dag. Við vorum að taka rangar ákvarðanir á síðustu fimm mínútunum. Vorum yfirspenntir og ætluðum okkur of mikið í hverri sókn."Jón Sverrison, leikmaður Stjörnunnar: Súrsætt kvöld Jón Sverrison er að koma til baka eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum sem héldu honum utan körfuboltavallarins í heilt ár. Hann átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld, skoraði 22 stig og tók 18 fráköst. „Súrsætt er er nákvæmlega orðið sem lýsir þessu. En ég hefði alveg verið til í að snúa þessu við, eiga lélegan leik og vinna. En persónulega er ég ánægður, er að koma til baka úr erfiðum meiðslum og er að reyna mitt besta og það gengur bara ágætlega. En við þurfum bara að fara að vinna leiki." Stjörnumenn eru nú komnir hættulega nálægt því að fara svo neðarlega í töflunni að þeir nái ekki sæti í úrslitakeppninni, er kominn skjálfti í menn? „Nei nei, alls enginn skjálfti í okkur. Hér eru reynslumiklir menn í klefanum. Við eigum marga stóra leiki eftir á heimavelli þannig að þetta er í okkar höndum. Við tökum núna bara gömlu klisjuna - einn leik í einu. En það skiptir reyndar ekki öllu máli hvar við lendum í úrslitakeppninni, þetta eru allt góð lið sem við munum þurfa að spila við - Keflavík, KR, Grindavík, Njarðvík. Það er aukaatriði hvar maður lendir." sagði Jón að lokum.Boltavakt Vísis var með beina lýsingu frá viðureign Hauka og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta. Hana má sjá hér fyrir neðan.Leiklýsing: Haukar - Stjarnan4. leikhl. | Leik lokið | 76-67: Haukar sigra nágranna sína úr Garðabænum með 9 stigum.4. leikhl. | 20 sek eftir | 75-67: Óíþróttamannsleg villa á Justin. Haukar eru að klára þetta.4. leikhl. | 1 mín eftir | 72-65: Heimamenn með sjö stiga forystu þegar mínúta lifir af leiknum. Er þetta komið hjá þeim?4. leikhl. | 2 mín eftir | 72-65: Davíð Páll Hermannsson með afar mikilvæga körfu fyrir Hauka.4. leikhl. | 3 mín eftir | 69-63: Watson setur niður stökkskot og kemur heimamönnum í sex stiga forystu. Teitur þjálfari Stjörnumanna tekur samstundis leikhlé.4. leikhl. | 5 mín eftir | 66-63: Töluverð harka farin að færast í leikinn enda styttist í lokaflautið.4. leikhl. | 6 mín eftir | 64-61: Haukar sterkari þessa stundina. Watson með frákast og körfu í framhaldinu.4. leikhl. | 7 mín eftir | 62-61: Kári Jónsson með þrist fyrir Hauka - spjaldið ofan í!4. leikhl. | 8 mín eftir | 59-61: Kristinn Marinósson með þriggja stiga körfu fyrir Hauka. Watson ver síðan skottilraun Dags Kár, hleypur upp völlinn og treður boltanum í körfuna og fær vítaskot að auki. Nýtir það hinsvegar ekki.4. leikhl. | 9 mín eftir | 54-59: Lokafjórðungurinn hafinn og það eru Garðbæingar sem skora fyrstu stigin.3. leikhl. | Lokið | 54-57: Marvin ver stórkarlalega frá Watson. Garðbæingar klúðra þó lokasókn fjórðungsins klaufalega, skref á Justin Shouse sem hefur ekki fundið sig í kvöld, einungis fjögur stig frá honum.3. leikhl. | 1 mín eftir | 54-55: Watson minnkar muninn fyrir Hauka.3. leikhl. | 2 mín eftir | 52-55: Jón Sverrisson með sitt þrettánda frákast. Þvílíkur liðsstyrkur fyrir Stjörnuna að fá hann aftur úr meiðslum. Dagur Kár heldur áfram að skora fyrir Garðbæinga.3. leikhl. | 3 mín eftir | 52-53: Watson kemur Haukum yfir af vítalínunni en Dagur Kár neitar að gefast upp og kemur Stjörnunni aftur yfir með góðu sniðskoti.3. leikhl. | 4 mín eftir | 50-51: Dagur Kár með þriggja stiga körfu eftir gott frákast frá Tómasi. Stjarnan leiðir leikinn í fyrsta skipti.3. leikhl. | 5 mín eftir | 50-48: Haukur Óskarsson ver skot Marvins með tilþrifum - hafnað!3. leikhl. | 5:30 mín eftir | 50-46: Terrence Watson skorar fyrir Hauka. Haukar taka leikhlé.3. leikhl. | 6 mín eftir | 48-46: Dagur Kár með þrist fyrir Stjörnuna.3. leikhl. | 8 mín eftir | 46-41: Justin Shouse stelur boltanum í vörninni, gefur boltann fram á Marvin Valdimarsson sem stekkur upp í þriggja stiga skot en á honum er brotið. Marvin fær því þrjú vítaskot - og nýtir þau öll.3. leikhl. | 9 mín eftir | 43-36: Emil Barja með fyrstu stig seinni hálfleiksins, þriggja stiga karfa um það leiti sem skotklukkan rann út.Í hálfleik: Eins og áður sagði hefur Jón Sverrison farið fyrir bláklæddum Garðbæingum með 18 stig og 9 fráköst. Næstu á eftir honum er Marvin Valdimarsson með 7 stig og 4 stoðsendingar.Í hálfleik: Hjá heimamönnum í Haukum eru það Terrence Watson og Haukur Óskarsson sem leiða í stigaskorun með 12 og 11 stig. Watson er jafnframt atkvæðamestur í fráköstunum með sjö stykki.2. leikhl. | Lokið | 40-36: Sex síðustu stig hálfleiksins komu frá Garðbæingum og forysta Hauka því komin niður í 4 stig. 2. leikhl. | 1 mín eftir | 40-34: Jón Sverrison kórónar frábæran fyrri hálfleik með því að skora af harðfylgi fram hjá Terrence Watson. 18 stig og 8 fráköst hjá Jóni, ríflega helmingur stiga Stjörnunnar.2. leikhl. | 2 mín eftir | 40-30: Flott hjálparvörn hjá Marvin Valdimarssyni en Stjörnumönnum tekst ekki að nýta það sóknarmegin.2. leikhl. | 3 mín eftir | 40-30: Haukur Óskarsson með annan þrist og sniðskot skömmu síðar! Jón Sverrison klórar í bakkann með sniðskoti, fær vítaskot að auki. Það sem kaninn kallar bara And 1!2. leikhl. | 4 mín eftir | 35-25: Emil Barja með þrist úr horninu!2. leikhl. | 5 mín eftir | 31-25: Stjörnumenn saxa á forskot Hauka. Marvin Valdimarsson með fjögur i röð.2. leikhl. | 6 mín eftir | 31-21: Terrence Watson með snyrtilega troðslu fyrir Hauka. Jón Sverrison dregur vagninn fyrir Garðbæinga.2. leikhl. | 7 mín eftir | 29-17: Kristinn Marinósson með þrist fyrir rauðklædda.2. leikhl. | 8 mín eftir | 28-17: Helgi með flotta hreyfingu í teignum og skorar af harðfylgi fyrir heimamenn.2. leikhl. | 9 mín eftir | 24-17: Annar fjórðungur fer heldur betur hratt af stað. Stjörnumenn skora sex stig á fyrstu mínútunni, skotin loksins að detta fyrir þá. Haukamenn svara jafnframt um leið. Nú er ég farinn að þekkja þessi fínu sóknarlið.1. leikhl. | Lokið | 19-11: Emil Barja setti niður gott stökkskot þegar sex sekúndur lifðu af fjórðungnum og kemur heimamönnum í 8 stiga forystu. Döprum fjórðung hjá báðum liðum lokið.1. leikhl. | 1 mín eftir | 17-11: Liðin virðast helst getað skorað af vítalínunni, sérstaklega Garðbæingar.1. leikhl. | 2 mín eftir | 15-8: Terrence Watson bætir einum punkti í sarpinn af vítalínunni. Stjörnumenn enn heillum horfnir í sókninni en heimamenn ná ekki að nýta sér það til að breikka bilið.1. leikhl. | 3 mín eftir | 14-8: Haukur Óskarsson með sinn annan þrist í leiknum.1. leikhl. | 5 mín eftir | 8-2: Stjörnumenn byrja afleitlega í sókninni, hafa einungis sett 1 af fyrstu 10 skotum sínum niður. Haukamenn eru hægir en setja þó sín skot niður.1. leikhl. | 7 mín eftir | 4-2: Svavar Páll fiskar ruðning á Marvin Valdimarsson. Marvin er skipt út af og fer afar ósáttur á bekkinn. Svo ósáttur raunar að auglýsingaskiltin fá að finna aðeins fyrir því.1. leikhl. | 8 mín eftir | 0-2: Fyrsta karfa leiksins kemur frá Jóni Sverrissyni.1. leikhl. | 9 mín eftir | 0-0: Justin Shouse og Marvin Valdimarsson fá sitthvort færið í fyrstu sókn gestanna en nýta þau ekki. Þeir þurfa að nýta sín færi vel í sókninni í fjarveru Hairston.Fyrir leik: Þeir Gaupi og Svali eru mættir á Ásvelli ásamt landsins bestu töku- og tæknimönnum til að sýna áhorfendum Stöðvar 2 Sport leikinn í beinni. Þær fregnir voru hinsvegar að berast að vegna bilunar í sambandi fjarskiptafyrirtækisins Mílu frá Ásvöllum verður einhver töf á því að þeir félagar komist í beina útsendingu. Á meðan verður leikurinn tekinn upp og komið í loftið um leið og færi gefst.Fyrir leik: Hjá heimamönnum í Haukum eru hinsvegar allir klárir í bátana, engin meiðsli né bönn. Terrence Watson er stiga- og frákastakóngur í Hafnarfirðinum með tæp 24 stig og rúm 15 fráköst að meðaltali í leik. Varnarmenn Stjörnunnar þurfa að hafa góðar gætur á Terrence Watson í kvöld. En gestirnir mega þó ekki gleyma þeim Hauki Óskarssyni, Emil Barja og Kára Jónssyni sem allir hafa sýnt og sannað í vetur að þar fara körfuboltamenn sem eru ýmist við það, eða búnir, að taka skrefið frá því að vera efnilegir og yfir í að vera stórgóðir.Fyrir leik: Junior Hairston, ein aðalsprauta gestanna úr Garðabæ, er ekki með í kvöld vegna tveggja leikja banns fyrir atvik í leik Stjörnunnar og Skallagríms í Borgarnesi í lok janúar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig strákarnir hans Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, bregðast við því að vera án Hairston í kvöld en Hairston hefur skilað rúmlega 23 stigum og 13 fráköstum í leik að meðaltali í deildinni í vetur. Augu áhorfenda beinast því að reynslumeiri mönnum liðsins, Justin Shouse og Marvin Valdimarssyni. En það má enginn vanmeta hinn unga Dag Kár Jónsson sem hefur átt gott tímabil með Stjörnunni. Fyrir leik: Það er ekki bara stutt á milli heimavalla liðanna sem kljást í kvöld því þau eru einnig nágrannar í stöðutöflunni, jöfn í sjötta og sjöunda sæti með 14 stig. Þór frá Þorlákshöfn eru þar fyrir ofan með 16 stig en hafa leikið einum leik færri. Það er þvi mikið undir í kvöld ef liðin ætla sér að nálgast efstu fjögur sætin sem gefa heimavallarréttindi í úrslitakeppninni sem nálgast óðum. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Stjörnunnar lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Haukar og Stjörnumenn höfðu sætaskipti í deildinni eftir sigur þess fyrrnefnda á nágrönnum sínum úr Garðabæ fyrr í kvöld, 76-67, í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fór afar hægt af stað, bókstaflega. Liðin virtust lítt áhugasöm um að hlaupa aftur í vörn eða fram í sókn og niðurstaðan hægur leikur. Rauðklæddum heimamönnum tókst þó betur upp við körfuna og tóku fljótt forystuna. Álög virtust vera á gestunum þegar kom að stigaskorun og þegar leikhlutinn var allur höfðu þeir einungis nýtt 4 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af ekkert af tveimur þriggja stiga skotum. Emil Barja setti síðasta skot fjórðungsins niður og kom Haukum í 8 stiga forystu, 19-11. Annar leikhluti fór mikið hraðar af stað og ljóst að þjálfarar beggja liða höfðu sparkað í afturendann á sínum mönnum. Liðin skiptust á því að taka áhlaup, Stjörnumenn fóru fyrst af stað en heimamönnumtókst alltaf að svara og halda forystu sinni í kringum tíu stig. Haukur Óskarsson og Emil Barja áttu mikilvægar þriggja stiga körfur fyrir Hauka í hvert skipti sem gestirnir komust of nálægt. Undir lok hálfleiksins tókst Stjörnumönnum þó að saxa niður forystu heimamanna og var þar Jón Sverrisson fremstur í flokki bláklæddra. Jón lék frábærlega í öðrum fjórðung og lauk hálfleiknum með 18 stig og 9 fráköst, helming stiga sinna manna. Nokkuð ljóst að Jón verður Garðbæingum mikill liðsstyrkur það sem eftir lifir tímabils en hann er að snúa aftur eftir erfið meiðsli. 40-36 Haukum í vil. Það var jafnræði með liðunum í upphafi þriðja leikhluta, Stjörnumenn þó ívið sterkari. Liðin skiptust á körfum þar til Dagur Kár tók á sprett fyrir gestina. Þriggja stiga karfa hans kom Stjörnumönnum yfir í fyrsta skipti í leiknum, 50-51. Fjögur stig til viðbótar frá Degi færðu Garðbæingum þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 54-59. Garðbæingar skoruðu fyrstu fjögur stig lokaleikhlutans og forysta þeirra því komin í 7 stig. Baráttan jókst til mikilla muna og menn fóru að henda sér á eftir hverjum einasta lausa bolta. Frábær þriggja stiga karfa Kristins Marinóssonar fyrir Hauka kom heimamönnum þó á sporið og þriggja stiga karfa af spjaldinu frá Kára Jónssyni kom þeim yfir, 61-60. Haukar bættu við forystuna og héldu henni í 5-7 stigum það sem eftir lifði leiks. Óíþróttamannsleg villa Justin Shouse undir lok leiksins gulltryggði svo Haukum sigurinn. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir Garðbæinga til að koma sér aftur inn í leikinn þá dugði það ekki gegn ólseigum Haukamönnum í kvöld. Lokatölur 76 - 67 Terrence Watson átti frábæran leik fyrir heimamenn, 29 stig, 20 fráköst og 4 stoðsendingar. Þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru jafnframt sterkir með 14 og 12 stig auk þess sem Kristinn Marinósson átti afar mikilvægar þriggja stiga körfur í leiknum. Hjá Stjörnumönnum átti Jón Sverrison frábæran leik með 22 stig og 18 fráköst. Dagur Kár kom honum næstur með 17 stig en Garðbæingar söknuðu Justin Shouse í kvöld sem átti afleitan leik, setti aðeins 3 af 21 skoti sínu niður.Haukar-Stjarnan 76-67 (19-11, 21-25, 14-21, 22-10)Haukar: Terrence Watson 29/20 fráköst/5 varin skot, Emil Barja 14/5 fráköst, Haukur Óskarsson 12/5 fráköst, Kristinn Marinósson 9/10 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4, Kári Jónsson 3, Sigurður Þór Einarsson 3, Helgi Björn Einarsson 2/5 fráköst.Stjarnan: Jón Sverrisson 22/18 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17, Marvin Valdimarsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 8/15 fráköst, Justin Shouse 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2.Ívar, þjálfari Hauka: Við eigum að geta komist enn ofar „Þetta var mikil barátta allan leikinn. Við vissum að þeir yrðu alveg snarvitlausir án útlendingsins, sem þeir og voru. Börðust eins og ljón og voru að vinna okkur í frákastabaráttunni alveg fram í fjórða leikhluta þegar Watson steig upp þar fyrir okkur." sagði sáttur þjálfari Hauka við leikslok. Kristinn Marinósson átti góða innkomu í lið Hauka í leiknum, hvað fannst þjálfaranum um hann? „Kristinn er búinn að vera mjög góður á æfingum. Hann er mjög góð þriggja stiga skytta og var líka frábær í fráköstunum í kvöld. Kári fékk líka opin þriggja stiga skot sem duttu ekki, það kemur - hann er að finna færin en þau duttu ekki í dag." Nýliðar Hauka hafa komið mörgum á óvart með árangri sínum í deildinni í vetur og sitja núna í sjötta sæti, telur Ívar þá geta komist enn lengra? „Við stefndum fyrir tímabilið á sjöunda sætið, en ég tel okkur alveg geta komist ofar. Við eigum innbyrðisviðureignir á liðin í kringum okkur og eigum eftir mikilvæga leiki á heimavelli þannig að við eigum alveg að geta komist ofar. Fimmta, sjötta sæti væri frábært."Terrence Watson, leikmaður Hauka: Skiptir máli að koma sterkur til baka Terrence Watson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins með 29 stig og 20 fráköst. „Ég var bara með 8 stig í síðasta leik þannig að það stóð uppá mig að koma til baka í kvöld. Ég hef lært það í lífinu að það er ekki hvað kemur fyrir þig sem skiptir máli, heldur hvernig þú bregst við. Þannig að maður verður bara að svara inni á vellinum." Hefur árangur liðsins komið honum á óvart, telur hann liðið geta farið lengra? „Eins og allir aðrir þá teljum við okkur eiga séns á efsta sætinu. En fyrir okkur er það mjög stórt að vera komnir í sjötta sæti, ég er viss um að það er langt síðan Haukar voru í svo góðri deildarstöðu síðast. Nú verðum við bara að halda áfram að berjast og leggja okkar að mörkum til að komast enn hærra." sagði þessi geðþekki og gríðaröflugi leikmaður Hauka.Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar: Svekktur með skotnýtinguna í kvöld „Ég var mjög svekktur með skotnýtinguna hjá okkur í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila fína vörn en naðum ekki að nýta okkur það í sókninni. Ég er hinsvegar rosalega ánægður með baráttuna í liðinu, þeir eru að leggja sig fram að fullu. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að ég veit að þetta mun smella hjá okkur. " sagði Teitur. „Við erum að fara í erfitt verkefni gegn Grindavík á fimmtudaginn og þá aftur án Junior Hairston. Við þurfum bara að berjast í gegnum þann leik og að honum loknum mætum við vonandi loksins með full mannað lið í Íslandsmótið. Við erum ekki búnir að spila einn einasta leik með fullskipað lið." „Ég var gríðarlega ánægður með Jón Sverris eftir að hafa verið í burtu í rúmt ár. Fannar átti líka mjög góðan dag. Bakverðirnir okkar áttu ömurlegan skotdag, langt síðan Justin Shouse átti svona slæman dag. Við vorum að taka rangar ákvarðanir á síðustu fimm mínútunum. Vorum yfirspenntir og ætluðum okkur of mikið í hverri sókn."Jón Sverrison, leikmaður Stjörnunnar: Súrsætt kvöld Jón Sverrison er að koma til baka eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum sem héldu honum utan körfuboltavallarins í heilt ár. Hann átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld, skoraði 22 stig og tók 18 fráköst. „Súrsætt er er nákvæmlega orðið sem lýsir þessu. En ég hefði alveg verið til í að snúa þessu við, eiga lélegan leik og vinna. En persónulega er ég ánægður, er að koma til baka úr erfiðum meiðslum og er að reyna mitt besta og það gengur bara ágætlega. En við þurfum bara að fara að vinna leiki." Stjörnumenn eru nú komnir hættulega nálægt því að fara svo neðarlega í töflunni að þeir nái ekki sæti í úrslitakeppninni, er kominn skjálfti í menn? „Nei nei, alls enginn skjálfti í okkur. Hér eru reynslumiklir menn í klefanum. Við eigum marga stóra leiki eftir á heimavelli þannig að þetta er í okkar höndum. Við tökum núna bara gömlu klisjuna - einn leik í einu. En það skiptir reyndar ekki öllu máli hvar við lendum í úrslitakeppninni, þetta eru allt góð lið sem við munum þurfa að spila við - Keflavík, KR, Grindavík, Njarðvík. Það er aukaatriði hvar maður lendir." sagði Jón að lokum.Boltavakt Vísis var með beina lýsingu frá viðureign Hauka og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta. Hana má sjá hér fyrir neðan.Leiklýsing: Haukar - Stjarnan4. leikhl. | Leik lokið | 76-67: Haukar sigra nágranna sína úr Garðabænum með 9 stigum.4. leikhl. | 20 sek eftir | 75-67: Óíþróttamannsleg villa á Justin. Haukar eru að klára þetta.4. leikhl. | 1 mín eftir | 72-65: Heimamenn með sjö stiga forystu þegar mínúta lifir af leiknum. Er þetta komið hjá þeim?4. leikhl. | 2 mín eftir | 72-65: Davíð Páll Hermannsson með afar mikilvæga körfu fyrir Hauka.4. leikhl. | 3 mín eftir | 69-63: Watson setur niður stökkskot og kemur heimamönnum í sex stiga forystu. Teitur þjálfari Stjörnumanna tekur samstundis leikhlé.4. leikhl. | 5 mín eftir | 66-63: Töluverð harka farin að færast í leikinn enda styttist í lokaflautið.4. leikhl. | 6 mín eftir | 64-61: Haukar sterkari þessa stundina. Watson með frákast og körfu í framhaldinu.4. leikhl. | 7 mín eftir | 62-61: Kári Jónsson með þrist fyrir Hauka - spjaldið ofan í!4. leikhl. | 8 mín eftir | 59-61: Kristinn Marinósson með þriggja stiga körfu fyrir Hauka. Watson ver síðan skottilraun Dags Kár, hleypur upp völlinn og treður boltanum í körfuna og fær vítaskot að auki. Nýtir það hinsvegar ekki.4. leikhl. | 9 mín eftir | 54-59: Lokafjórðungurinn hafinn og það eru Garðbæingar sem skora fyrstu stigin.3. leikhl. | Lokið | 54-57: Marvin ver stórkarlalega frá Watson. Garðbæingar klúðra þó lokasókn fjórðungsins klaufalega, skref á Justin Shouse sem hefur ekki fundið sig í kvöld, einungis fjögur stig frá honum.3. leikhl. | 1 mín eftir | 54-55: Watson minnkar muninn fyrir Hauka.3. leikhl. | 2 mín eftir | 52-55: Jón Sverrisson með sitt þrettánda frákast. Þvílíkur liðsstyrkur fyrir Stjörnuna að fá hann aftur úr meiðslum. Dagur Kár heldur áfram að skora fyrir Garðbæinga.3. leikhl. | 3 mín eftir | 52-53: Watson kemur Haukum yfir af vítalínunni en Dagur Kár neitar að gefast upp og kemur Stjörnunni aftur yfir með góðu sniðskoti.3. leikhl. | 4 mín eftir | 50-51: Dagur Kár með þriggja stiga körfu eftir gott frákast frá Tómasi. Stjarnan leiðir leikinn í fyrsta skipti.3. leikhl. | 5 mín eftir | 50-48: Haukur Óskarsson ver skot Marvins með tilþrifum - hafnað!3. leikhl. | 5:30 mín eftir | 50-46: Terrence Watson skorar fyrir Hauka. Haukar taka leikhlé.3. leikhl. | 6 mín eftir | 48-46: Dagur Kár með þrist fyrir Stjörnuna.3. leikhl. | 8 mín eftir | 46-41: Justin Shouse stelur boltanum í vörninni, gefur boltann fram á Marvin Valdimarsson sem stekkur upp í þriggja stiga skot en á honum er brotið. Marvin fær því þrjú vítaskot - og nýtir þau öll.3. leikhl. | 9 mín eftir | 43-36: Emil Barja með fyrstu stig seinni hálfleiksins, þriggja stiga karfa um það leiti sem skotklukkan rann út.Í hálfleik: Eins og áður sagði hefur Jón Sverrison farið fyrir bláklæddum Garðbæingum með 18 stig og 9 fráköst. Næstu á eftir honum er Marvin Valdimarsson með 7 stig og 4 stoðsendingar.Í hálfleik: Hjá heimamönnum í Haukum eru það Terrence Watson og Haukur Óskarsson sem leiða í stigaskorun með 12 og 11 stig. Watson er jafnframt atkvæðamestur í fráköstunum með sjö stykki.2. leikhl. | Lokið | 40-36: Sex síðustu stig hálfleiksins komu frá Garðbæingum og forysta Hauka því komin niður í 4 stig. 2. leikhl. | 1 mín eftir | 40-34: Jón Sverrison kórónar frábæran fyrri hálfleik með því að skora af harðfylgi fram hjá Terrence Watson. 18 stig og 8 fráköst hjá Jóni, ríflega helmingur stiga Stjörnunnar.2. leikhl. | 2 mín eftir | 40-30: Flott hjálparvörn hjá Marvin Valdimarssyni en Stjörnumönnum tekst ekki að nýta það sóknarmegin.2. leikhl. | 3 mín eftir | 40-30: Haukur Óskarsson með annan þrist og sniðskot skömmu síðar! Jón Sverrison klórar í bakkann með sniðskoti, fær vítaskot að auki. Það sem kaninn kallar bara And 1!2. leikhl. | 4 mín eftir | 35-25: Emil Barja með þrist úr horninu!2. leikhl. | 5 mín eftir | 31-25: Stjörnumenn saxa á forskot Hauka. Marvin Valdimarsson með fjögur i röð.2. leikhl. | 6 mín eftir | 31-21: Terrence Watson með snyrtilega troðslu fyrir Hauka. Jón Sverrison dregur vagninn fyrir Garðbæinga.2. leikhl. | 7 mín eftir | 29-17: Kristinn Marinósson með þrist fyrir rauðklædda.2. leikhl. | 8 mín eftir | 28-17: Helgi með flotta hreyfingu í teignum og skorar af harðfylgi fyrir heimamenn.2. leikhl. | 9 mín eftir | 24-17: Annar fjórðungur fer heldur betur hratt af stað. Stjörnumenn skora sex stig á fyrstu mínútunni, skotin loksins að detta fyrir þá. Haukamenn svara jafnframt um leið. Nú er ég farinn að þekkja þessi fínu sóknarlið.1. leikhl. | Lokið | 19-11: Emil Barja setti niður gott stökkskot þegar sex sekúndur lifðu af fjórðungnum og kemur heimamönnum í 8 stiga forystu. Döprum fjórðung hjá báðum liðum lokið.1. leikhl. | 1 mín eftir | 17-11: Liðin virðast helst getað skorað af vítalínunni, sérstaklega Garðbæingar.1. leikhl. | 2 mín eftir | 15-8: Terrence Watson bætir einum punkti í sarpinn af vítalínunni. Stjörnumenn enn heillum horfnir í sókninni en heimamenn ná ekki að nýta sér það til að breikka bilið.1. leikhl. | 3 mín eftir | 14-8: Haukur Óskarsson með sinn annan þrist í leiknum.1. leikhl. | 5 mín eftir | 8-2: Stjörnumenn byrja afleitlega í sókninni, hafa einungis sett 1 af fyrstu 10 skotum sínum niður. Haukamenn eru hægir en setja þó sín skot niður.1. leikhl. | 7 mín eftir | 4-2: Svavar Páll fiskar ruðning á Marvin Valdimarsson. Marvin er skipt út af og fer afar ósáttur á bekkinn. Svo ósáttur raunar að auglýsingaskiltin fá að finna aðeins fyrir því.1. leikhl. | 8 mín eftir | 0-2: Fyrsta karfa leiksins kemur frá Jóni Sverrissyni.1. leikhl. | 9 mín eftir | 0-0: Justin Shouse og Marvin Valdimarsson fá sitthvort færið í fyrstu sókn gestanna en nýta þau ekki. Þeir þurfa að nýta sín færi vel í sókninni í fjarveru Hairston.Fyrir leik: Þeir Gaupi og Svali eru mættir á Ásvelli ásamt landsins bestu töku- og tæknimönnum til að sýna áhorfendum Stöðvar 2 Sport leikinn í beinni. Þær fregnir voru hinsvegar að berast að vegna bilunar í sambandi fjarskiptafyrirtækisins Mílu frá Ásvöllum verður einhver töf á því að þeir félagar komist í beina útsendingu. Á meðan verður leikurinn tekinn upp og komið í loftið um leið og færi gefst.Fyrir leik: Hjá heimamönnum í Haukum eru hinsvegar allir klárir í bátana, engin meiðsli né bönn. Terrence Watson er stiga- og frákastakóngur í Hafnarfirðinum með tæp 24 stig og rúm 15 fráköst að meðaltali í leik. Varnarmenn Stjörnunnar þurfa að hafa góðar gætur á Terrence Watson í kvöld. En gestirnir mega þó ekki gleyma þeim Hauki Óskarssyni, Emil Barja og Kára Jónssyni sem allir hafa sýnt og sannað í vetur að þar fara körfuboltamenn sem eru ýmist við það, eða búnir, að taka skrefið frá því að vera efnilegir og yfir í að vera stórgóðir.Fyrir leik: Junior Hairston, ein aðalsprauta gestanna úr Garðabæ, er ekki með í kvöld vegna tveggja leikja banns fyrir atvik í leik Stjörnunnar og Skallagríms í Borgarnesi í lok janúar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig strákarnir hans Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, bregðast við því að vera án Hairston í kvöld en Hairston hefur skilað rúmlega 23 stigum og 13 fráköstum í leik að meðaltali í deildinni í vetur. Augu áhorfenda beinast því að reynslumeiri mönnum liðsins, Justin Shouse og Marvin Valdimarssyni. En það má enginn vanmeta hinn unga Dag Kár Jónsson sem hefur átt gott tímabil með Stjörnunni. Fyrir leik: Það er ekki bara stutt á milli heimavalla liðanna sem kljást í kvöld því þau eru einnig nágrannar í stöðutöflunni, jöfn í sjötta og sjöunda sæti með 14 stig. Þór frá Þorlákshöfn eru þar fyrir ofan með 16 stig en hafa leikið einum leik færri. Það er þvi mikið undir í kvöld ef liðin ætla sér að nálgast efstu fjögur sætin sem gefa heimavallarréttindi í úrslitakeppninni sem nálgast óðum. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Stjörnunnar lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira