Viðskipti innlent

Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands

Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku.

Greint er frá fyrirætlunum Truells í breska viðskiptafríblaðinu CityAM í dag. Truell var í fyrra skipaður af Boris Johnson borgarstjóra Lundúna til þess að fara fyrir stærstu lífeyrissjóðum borgarinnar og segir hann í samtali við blaðið að hann hafi þegar rætt málið við fjölda fjárfesta í Kanada og í Bandaríkjunum en verkefnið er sagt hlaupa á fjórum milljörðum punda, eða litlum 760 milljörðum íslenskra króna.

Fyrirtækið Atlantic Supergrid hefur þegar verið stofnað um verkefnið og ætla menn í rannsóknir á hafsbotni í sumar og búist er við því að næstkomandi október liggi fyrir hvort vekefnið sé fýsilegt.

Í blaðinu segir ennfremur að málið hafi komist á skrið eftir að ríkistjórnir Íslands og Bretlands undirrituðu viljayfirlýsingu um málið í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×