Tvær nýjar metanstöðvar Olís Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 09:45 Afgreiðslustöð Olís í Mjódd. Olís mun opna nýja og fullkomna metanafgreiðslu á þjónustustöð félagsins í Álfheimum í Reykjavík en einnig verður opnuð metanafgreiðsla á Akureyri í vor. Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi kveða á um. Breytingarnar tóku gildi um síðustu áramót og kveða á um skyldu olíufélaganna um að tryggja að hluti af eldsneyti til samgangna verði af endurnýjanlegum uppruna. Olís opnaði fyrstu metanafgreiðslu sína á þjónustustöð félagsins í Mjódd Í Breiðholti síðastliðið sumar og hefur hún gengið mjög vel. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með metanafgreiðsluna í Mjódd meðal fjölmargra notenda metanbifreiða og hefur viðskiptavinum okkar farið fjölgandi síðustu misseri. Með því að opna metanafgreiðslu í Álfheimum og á Akureyri aukum við til muna þjónustu okkar við notendur metanbifreiða sem hefur farið fjölgandi á Íslandi á liðnum árum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál enda eru yfir eitt þúsund bílar í umferðinni hér á landi sem knúnir eru metaneldsneyti. Það er þjóðhagslegur ávinningur að nota íslenskt eldsneyti auk þess sem metan er mun umhverfisvænna en annað eldsneyti og talsvert ódýrara.,“ segir Jón Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri smásölu- og eldsneytissviðs Olís. Metanið er framleitt í Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti. Á Akureyri verður Olís í samstarfi við Norðurorku sem mun framleiða metangas en Olís mun sjá um markaðssetningu og sölu í gegnum sölukerfi félagsins. ,,Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti kveða á um og þar spilar auðvitað opnun metanafgreiðslu stórt hlutverk. Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Félagið kynnti í vor fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en þekkst hefur. Allt er þetta liður í umhverfisstefnu félagsins en það hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi,“ segir Jón ennfremur. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent
Olís mun opna nýja og fullkomna metanafgreiðslu á þjónustustöð félagsins í Álfheimum í Reykjavík en einnig verður opnuð metanafgreiðsla á Akureyri í vor. Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi kveða á um. Breytingarnar tóku gildi um síðustu áramót og kveða á um skyldu olíufélaganna um að tryggja að hluti af eldsneyti til samgangna verði af endurnýjanlegum uppruna. Olís opnaði fyrstu metanafgreiðslu sína á þjónustustöð félagsins í Mjódd Í Breiðholti síðastliðið sumar og hefur hún gengið mjög vel. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með metanafgreiðsluna í Mjódd meðal fjölmargra notenda metanbifreiða og hefur viðskiptavinum okkar farið fjölgandi síðustu misseri. Með því að opna metanafgreiðslu í Álfheimum og á Akureyri aukum við til muna þjónustu okkar við notendur metanbifreiða sem hefur farið fjölgandi á Íslandi á liðnum árum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál enda eru yfir eitt þúsund bílar í umferðinni hér á landi sem knúnir eru metaneldsneyti. Það er þjóðhagslegur ávinningur að nota íslenskt eldsneyti auk þess sem metan er mun umhverfisvænna en annað eldsneyti og talsvert ódýrara.,“ segir Jón Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri smásölu- og eldsneytissviðs Olís. Metanið er framleitt í Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti. Á Akureyri verður Olís í samstarfi við Norðurorku sem mun framleiða metangas en Olís mun sjá um markaðssetningu og sölu í gegnum sölukerfi félagsins. ,,Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti kveða á um og þar spilar auðvitað opnun metanafgreiðslu stórt hlutverk. Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Félagið kynnti í vor fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en þekkst hefur. Allt er þetta liður í umhverfisstefnu félagsins en það hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi,“ segir Jón ennfremur.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent