Baumruk-feðgar nú báðir bikarmeistarar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2014 08:00 Petr Baumruk og Adam Haukur Baumruk með bikarmeistaratitilinn í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Daníel „Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
„Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00
Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00
Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti