LKL-mataræði á meðgöngu? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 09:15 Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, segir LKL-mataræði á meðgöngu geta dregið úr eðlilegum vexti fósturs í móðurkviði. Mynd/GVA Lágkolvetnamataræði nýtur nú mikilla vinsælda í því skyni að brenna kílóum hratt en hentar lágkolvetnamataræði barnshafandi konum? „Einfalda svarið er nei, í ljósi stöðu þekkingar um LKL-mataræði í dag,“ segir Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á sykursýki og fjölskyldumiðaðri umönnun í gegnum barneignaferlið. Ingibjörg segir skilgreiningar á LKL-mataræði vera margar og ólíkar. „Þrengsta skilgreining þess, þar sem allverulega er dregið úr kolvetnainntöku, hentar ekki barnshafandi konum. Hafi kona dregið úr kolvetnainntöku, svo sem neyslu á skyndibitum, sælgæti og sætum drykkjum, en innbyrðir þá ráðlagða dagskammta af kolvetnum og skilgreinir það sem LKL-mataræði, má segja að það sé í lagi.“ Ingibjörg brýnir fyrir verðandi mæðrum að neyta trefja og ávaxta á meðgöngu, en í LKL-mataræði er algengt að neysla þeirra sé tamörkuð. „LKL-fæði inniheldur einnig mikla neyslu á fitu og salti sem ekki er hægt að mæla með á meðgöngu. Mataræðið kann að henta takmörkuðum hópi fólks sem þarf að léttast en slíkt á ekki við á meðgöngu.“ Að sögn Ingibjargar hefur LKL-mataræði áhrif á vöxt fósturs í móðurkviði. „Sé verðandi móðir á ströngu LKL-mataræði getur það dregið úr eðlilegum vexti barnsins vegna vannæringar móður. Á meðgöngu er mikilvægt að tryggja gott næringarástand með tilliti til þroska fósturs í móðurkviði. Fæðið getur komið í veg fyrir að móðir og barn fái næringarefni sem báðum eru mikilvæg til að viðhalda heilbrigði.“ Lágkolvetnafæði á meðgöngu getur einnig valdið óæskilegu þyngdartapi verðandi móður. „Það getur valdið orkuleysi, almennri vanlíðan og sleni. Ekki er hægt að tryggja að verðandi móðir fái þau næringarefni sem æskileg eru á meðgöngunni til að viðhalda heilbrigði og skortur á trefjum í fæði getur valdið vandamálum í meltingarfærum, eins og hægðatregðu.“ Í nýjum norrænum ráðleggingum um næringarefni, sem voru birtar fyrir síðustu áramót, er mælt með að hlutfall kolvetna sé á bilinu 45 til 65 prósent af daglegri næringarinntöku. Sömu ráðleggingar eiga við á meðgöngu og fyrir almenning. Lágmark ráðlagðra kolvetna í fæði hefur lítillega lækkað á undanförnum árum. „Meðganga er tímabil þar sem konur þurfa að gæta sérstaklega vel að hollu og næringarríku mataræði. Þá er ekki æskilegt að vera í megrun,“ segir Ingibjörg. „Mikilvægt er að borða almennt fæði samkvæmt manneldismarkmiðum, borða reglulega yfir daginn og fimm til sex máltíðir í skömmtum sem eru í samræmi við næringarþörf. Hafi konur áhyggjur af þyngdarstjórnun á meðgöngu geta ljósmæður, læknar og næringarfræðingar veitt leiðsögn og stutt þær í baráttunni. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að dagleg hreyfing er veigamikill hluti af heilbrigðum lífsstíl og þyngdarstjórnun.“ Þegar kemur að vanfærum konum sem greinast með meðgöngusykursýki mælir Ingibjörg ekki heldur með ströngu LKL-mataræði. „Þunguðum konum með meðgöngusykursýki er ráðlagt að borða reglulega yfir daginn vel samsett, fjölbreytt og hollt fæði. Það er alltaf jákvætt að skerða inntöku fínunninna kolvetna og forðast sykraða drykki, kökur, sælgæti og snakk. Hjá þunguðum konum með meðgöngusykursýki eru reglulegar máltíðir, hollt fæði, skerðing fínunninna kolvetna auk daglegrar hreyfingar lykillinn að farsælli útkomu móður og barns.“ Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Lágkolvetnamataræði nýtur nú mikilla vinsælda í því skyni að brenna kílóum hratt en hentar lágkolvetnamataræði barnshafandi konum? „Einfalda svarið er nei, í ljósi stöðu þekkingar um LKL-mataræði í dag,“ segir Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á sykursýki og fjölskyldumiðaðri umönnun í gegnum barneignaferlið. Ingibjörg segir skilgreiningar á LKL-mataræði vera margar og ólíkar. „Þrengsta skilgreining þess, þar sem allverulega er dregið úr kolvetnainntöku, hentar ekki barnshafandi konum. Hafi kona dregið úr kolvetnainntöku, svo sem neyslu á skyndibitum, sælgæti og sætum drykkjum, en innbyrðir þá ráðlagða dagskammta af kolvetnum og skilgreinir það sem LKL-mataræði, má segja að það sé í lagi.“ Ingibjörg brýnir fyrir verðandi mæðrum að neyta trefja og ávaxta á meðgöngu, en í LKL-mataræði er algengt að neysla þeirra sé tamörkuð. „LKL-fæði inniheldur einnig mikla neyslu á fitu og salti sem ekki er hægt að mæla með á meðgöngu. Mataræðið kann að henta takmörkuðum hópi fólks sem þarf að léttast en slíkt á ekki við á meðgöngu.“ Að sögn Ingibjargar hefur LKL-mataræði áhrif á vöxt fósturs í móðurkviði. „Sé verðandi móðir á ströngu LKL-mataræði getur það dregið úr eðlilegum vexti barnsins vegna vannæringar móður. Á meðgöngu er mikilvægt að tryggja gott næringarástand með tilliti til þroska fósturs í móðurkviði. Fæðið getur komið í veg fyrir að móðir og barn fái næringarefni sem báðum eru mikilvæg til að viðhalda heilbrigði.“ Lágkolvetnafæði á meðgöngu getur einnig valdið óæskilegu þyngdartapi verðandi móður. „Það getur valdið orkuleysi, almennri vanlíðan og sleni. Ekki er hægt að tryggja að verðandi móðir fái þau næringarefni sem æskileg eru á meðgöngunni til að viðhalda heilbrigði og skortur á trefjum í fæði getur valdið vandamálum í meltingarfærum, eins og hægðatregðu.“ Í nýjum norrænum ráðleggingum um næringarefni, sem voru birtar fyrir síðustu áramót, er mælt með að hlutfall kolvetna sé á bilinu 45 til 65 prósent af daglegri næringarinntöku. Sömu ráðleggingar eiga við á meðgöngu og fyrir almenning. Lágmark ráðlagðra kolvetna í fæði hefur lítillega lækkað á undanförnum árum. „Meðganga er tímabil þar sem konur þurfa að gæta sérstaklega vel að hollu og næringarríku mataræði. Þá er ekki æskilegt að vera í megrun,“ segir Ingibjörg. „Mikilvægt er að borða almennt fæði samkvæmt manneldismarkmiðum, borða reglulega yfir daginn og fimm til sex máltíðir í skömmtum sem eru í samræmi við næringarþörf. Hafi konur áhyggjur af þyngdarstjórnun á meðgöngu geta ljósmæður, læknar og næringarfræðingar veitt leiðsögn og stutt þær í baráttunni. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að dagleg hreyfing er veigamikill hluti af heilbrigðum lífsstíl og þyngdarstjórnun.“ Þegar kemur að vanfærum konum sem greinast með meðgöngusykursýki mælir Ingibjörg ekki heldur með ströngu LKL-mataræði. „Þunguðum konum með meðgöngusykursýki er ráðlagt að borða reglulega yfir daginn vel samsett, fjölbreytt og hollt fæði. Það er alltaf jákvætt að skerða inntöku fínunninna kolvetna og forðast sykraða drykki, kökur, sælgæti og snakk. Hjá þunguðum konum með meðgöngusykursýki eru reglulegar máltíðir, hollt fæði, skerðing fínunninna kolvetna auk daglegrar hreyfingar lykillinn að farsælli útkomu móður og barns.“
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira