Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 14:49 Óli Geir stendur fyrir söfnunarkvöldi á Hendrix á laugardagskvöldið. „Ég sá að þessar tvær grúppur voru að safna peningum og langaði að láta gott af mér leiða með þeim," segir Óli Geir Jónsson, plötusnúður og eigandi fyrirtækisins Agent.is. Óli Geir ætlar, í samstarfi við Facebook-hópana Beauty tips og Sjomlatips að standa fyrir söfnunarkvöldi á skemmtistaðnum Hendrix á laugardaginn. „Báðir hóparnir hafa verið rosalega duglegir við að safna peningum. Þeir hafa safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þeirra safnanir gengu yfirleitt þannig fyrir sig að fólk lagði inn á sameiginlegan reikning. En mér datt í hug að vinkla starfið mitt inn í söfnunina og gera það sem ég kann best; að halda partí. Við ætlum að safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum að allir geti átt góð jól, við viljum láta gott af okkur leiða," segir Óli Geir og bætir við, glaður í bragði: „Við fengum aðstandendur skemmtistaðarins Hendrix með okkur í lið og þeir ætla að láta hluta af sölunni á barnum renna til góðgerðamála. Þetta verður því partí sem mun hafa góð áhrif á umhverfið, það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld. Þetta kvöld kemur líka á góðum tíma, margir eru að klára prófin og svona. Ég held að þetta verði bilað stuð." Óli Geir býst við góðri mætingu þetta kvöld. „Þessar grúppur eru báðar mjög virkar. Í Sjomlatips eru tíu þúsund strákar, en ég er ekki með á hreinu hversu margir eru í Beauty Tips. En maður sér í Sjomlatips hversu mikil gagnkvæm virðing ríkir þar. Allir eru vinir, eru að skiptast á ráðum og skoðunum og ef einhver er með eitthvað bögg er honum bara hent út. Þessir hópar hafa verið að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar." Stuðið hefst klukkan 11 á laugardagskvöld og stendur til fjögur. Sérstakar reglur verða á staðnum; ef lagið Sjomleh verður spilað verða fríir drykkir við barinn. Það lag verður tileinkað meðlimum Sjomlatips. Að sama skapi verður lagið Run The World með Beyoncé tileinkað stúlkunum í Beauty Tips og þá verða einnig gefnir drykkir, eins lengi og birgðir endast. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur allir ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég sá að þessar tvær grúppur voru að safna peningum og langaði að láta gott af mér leiða með þeim," segir Óli Geir Jónsson, plötusnúður og eigandi fyrirtækisins Agent.is. Óli Geir ætlar, í samstarfi við Facebook-hópana Beauty tips og Sjomlatips að standa fyrir söfnunarkvöldi á skemmtistaðnum Hendrix á laugardaginn. „Báðir hóparnir hafa verið rosalega duglegir við að safna peningum. Þeir hafa safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þeirra safnanir gengu yfirleitt þannig fyrir sig að fólk lagði inn á sameiginlegan reikning. En mér datt í hug að vinkla starfið mitt inn í söfnunina og gera það sem ég kann best; að halda partí. Við ætlum að safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum að allir geti átt góð jól, við viljum láta gott af okkur leiða," segir Óli Geir og bætir við, glaður í bragði: „Við fengum aðstandendur skemmtistaðarins Hendrix með okkur í lið og þeir ætla að láta hluta af sölunni á barnum renna til góðgerðamála. Þetta verður því partí sem mun hafa góð áhrif á umhverfið, það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld. Þetta kvöld kemur líka á góðum tíma, margir eru að klára prófin og svona. Ég held að þetta verði bilað stuð." Óli Geir býst við góðri mætingu þetta kvöld. „Þessar grúppur eru báðar mjög virkar. Í Sjomlatips eru tíu þúsund strákar, en ég er ekki með á hreinu hversu margir eru í Beauty Tips. En maður sér í Sjomlatips hversu mikil gagnkvæm virðing ríkir þar. Allir eru vinir, eru að skiptast á ráðum og skoðunum og ef einhver er með eitthvað bögg er honum bara hent út. Þessir hópar hafa verið að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar." Stuðið hefst klukkan 11 á laugardagskvöld og stendur til fjögur. Sérstakar reglur verða á staðnum; ef lagið Sjomleh verður spilað verða fríir drykkir við barinn. Það lag verður tileinkað meðlimum Sjomlatips. Að sama skapi verður lagið Run The World með Beyoncé tileinkað stúlkunum í Beauty Tips og þá verða einnig gefnir drykkir, eins lengi og birgðir endast. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur allir ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira