Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur vill fara til Katar út af ÓL 2016. Vísir/Pjetur „Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag. Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
„Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag.
Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14
Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00
Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30
Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35